fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Sjö ára stúlka lést í vörslu bandarískra landamæravarða

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. desember 2018 05:29

Fólk að reyna að komast yfir bandarísku landamærin við Mexíkó. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö ára stúlka frá Gvatemala lést af völdum vökvaskorts og áfalls átta klukkustundum eftir að bandarískir landamæraverðir stöðvuðu för hennar og föður hennar í Nýju Mexíkó þann 6. þessa mánaðar.

The Washington Post skýrir frá þessu. Segir blaðið að feðginin hafi verið handsömuð af landamæravörðum nærri Lordsburg í Nýju Mexíkó en þau voru í hópi 163 flóttamanna.

Ekki liggur ljóst fyrir hvað kom fyrir stúlkuna á þessum átta klukkustundum sem liðu frá því að landamæraverðir handsömuðu hana og þar til hún lést. Hún fékk skyndilega mörg köst og var flogið með hana á sjúkrahús í El Paso í Texas þar sem hún lést.

Í yfirlýsingu frá bandaríska landamæraeftirlitinu kemur fram að stúlkan hafi hvorki fengið vott né þurrt dögum saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér