fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Sakfelldur fyrir tvö barnsmorð fyrir 32 árum – Fundu sönnunargagn þvert á allar líkur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. desember 2018 19:01

Karen og Nicola.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Russell Bishop var í gær fundinn sekur um að hafa myrt Nicola Fellows og Karen Hadaway þann 9. október 1986. Þær voru 9 ára. Bishop hafði verið í kastljósi lögreglunnar vegna morðanna frá upphafi. Hann var yfirheyrðu margoft og varð margsaga í málinu. Hann var ákærður fyrir morðin 1987 en var sýknaður.

Það var síðan með nýrri DNA-tækni sem lögreglunni tókst að leysa málið og fá Bishop dæmdan. Í umfjöllun Sky kemur fram að húðflaga af honum hafi fundist á líki annarrar stúlkunnar. Líkurnar á að þetta gerðist og að húðflaga með erfðaefni Bishop fyndist á stúlkunum var einn á móti milljarði að sögn Sky. Húðflagan fannst á vinstri framhandlegg Karen og hafði verið geymd í öll þessi ár sem sönnunargagn. Með nýrri tækni tókst síðan að finna erfðaefni Bishop í henni.

Russel misþyrmdi stúlkunum kynferðislega og kyrkti þær síðan og faldi lík þeirra í skógi. Bishop var einn þeirra sem komu að líkum stúlknanna þegar þau fundust en hann hafði slegist í för með tveimur mönnum sem leituðu þeirra. Í yfirheyrslum 1986 og aftur 2016, þegar hann hafði verið handtekinn á nýjan leik vegna málsins, varð hann margsaga um hvort hann hefði snert lík stúlknanna eftir að hann og mennirnir tveir komu að þeim.

Russell Bishop 1988 og 2018.

Þegar honum var kynnt niðurstaða DNA-rannsóknarinnar sagðist hann hafa þreifað á púls hjá Karen til að kanna hvort hún væri á lífi.

Lögreglan vildi vera alveg viss um að Bishop myndi ekki vera sýknaður aftur og fékk því færustu sérfræðinga Bretlands til liðs við sig við DNA-rannsóknirnar.

Fyrir dómi kom einnig fram að Bishop rændi þriðju ungu stúlkunni 1989 og nauðgaði henni og reyndi að drepa. Hann situr enn í fangelsi vegna þessa máls. Enn á eftir að ákveða refsingu hans fyrir morðin á Karen og Nicola en öruggt þykir að hann sleppur aldrei úr fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
Pressan
Fyrir 5 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“