fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Attenborough: „Hrun siðmenningarinnar framundan“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 3. desember 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag hófst  ráðstefna Sameinuðu Þjóðanna  í loftlagsbreytingum í Katowice, Póllandi.  Náttúrufræðingurinn Sir David Attenborough ávarpaði ráðstefnuna í dag og sagði „Ef ekkert er að gert þá er hrun siðmenningarinnar og útrýming náttúrunnar í sjónmáli.“ Fjallaði hann um mikilvægi þess að ríki heimsins grípi til aðgerða til að stemma stigu við þeim vaxandi vanda sem hnattræn hlýnun er.

Attenborough segir að heimurinn sé að horfast í augu við alheimshamfarir af mannavöldum í formi loftlagsbreytinga. Um væri að ræða þá allra stærstu ógn sem að mannfólkinu hafi nokkurn tímann stafað.

Að sögn The Guardian þá tók Attenborough saman myndskeið og spilaði fyrir ráðstefnugesti. Á myndskeiðinu mátti meðal annars heyra unga konu spyrja „Sjáið þið ekki hvað er í gangi í kringum ykkur?“ Unga konu frá Kína segja: „Við erum nú þegar farin að sjá áhrif hlýnun jarðar í Kína“ og konu sem stendur fyrir utan byggingu eina sem varð villieldum að brá: „Þetta var heimilið mitt. “.

Attenborough segir skilaboðin skýr. Tíminn er að renna út og heimurinn krefjist þess að stjórnvöld og þeir sem taka ákvarðanirnar, bregðist tafarlaust við. Leiðtogar heimsins verði  að vera leiðandi í aðgerðum sem ætlað er að stemma stigu við loftlagsbreytingum. „Framtíð siðmenningarinnar og náttúrunnar sem við treystum á er í ykkar höndum“

Hvatti Attenborough alla til að nota ActNow spjallyrkið. Spjallyrkið er nýtt yrki Sameinuðu þjóðanna og er meðal annars hannað til að veita einstaklingum upplýsingar sem geri þeim kleyft að berjast sjálfir gegn loftslagtsbreytingum.

Samkvæmt nýlegum rannsókum voru síðustu fjögur árin þau heitustu sem um er vitað. Loftlagsbreytingar og hlýnun jarðar eru staðreynd og illa mun fara ef ekki verður brugðist við.

Ráðstefnuna ávarpaði einnig António Guterres,  aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna. „Loftslagsbreytingar hreyfast hraðar en maðurinn. Við verðum því að hraða aðgerðum okkar fyrr en síðar og áður en það er hreinlega orðið um seinan.“ Guterres segir loftlagsbreytingar nú þegar orðnar að spurningu um líf eða dauða fyrir marga aðila, staði og jafnvel ríki.

Guterres segir yfirstandandi ráðstefnuna í Póllandi „gífurlega mikilvæga“. Leggur hann jafnframt áherslu á öll þau  góðu tækifæri sem felist í grænu hagkerfi.  „Loftlagsráðstafanir bjóða upp á raunhæfa leið til að umbreyta heiminum okkar til hins betra. Stjórnvöld og fjárfestar verða að veðja á græna hagkerfið, ekki það gráa“

Ráðstefnan í Póllandi hófst í dag og mun ljúka þann 14. desember. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FréttirPressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf

Þetta eru þær tegundir starfa sem gervigreindin mun fyrst gera óþörf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél

Þess vegna skaltu aldrei haga þér illa í flugvél
Pressan
Fyrir 4 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun

Katie lést í eldsvoða í stúdentaíbúðinni – Læknar gerðu óhugnanlega uppgötvun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á