fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Matur

Blár Ópal snýr aftur sem jólaskraut: „Það er auðvitað takmarkað magn“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 3. desember 2018 07:27

Skemmtilegt skraut.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mig hefur langað ofsalega lengi og ofsalega mikið til að eignast bláan Ópal en aldrei heppnast að kaupa hann af söfnurum. Alltaf rétt misst af honum. Þannig að ég notaði tæknina og tölvugerði minn eigin pakka,“ segir listakonan og umbúðadýrkandinn Tinna Royal. Hún hefur hannað einstaklega frumlegt jólaskraut sem kitlar eflaust fortíðarþrá margra. Jólaskrautið lítur nefnilega út eins og pakki af bláum Ópal, sem hætt var að framleiða fyrir rúmum áratug.

Tinna Royal er ekki mikill nammigrís. Mynd: Sjöfn Magnúsdóttir.

Frekar staðdeyfir en sælgæti

Tinna bregður á leik á þessu skemmtilega jólaskrauti.

„Það sem ég veit ekki hver innihaldslýsingin á bláum Ópal var skrifaði ég litla sögu um hann í staðinn. Sem strikamerki nota ég dagsetningu þegar Morgunblaðið tilkynnti að hann væri hættur í framleiðslu,“ segir Tinna, sem saknar vissulega sælgætisins, en það var fyrst tekið úr sölu árið 1982 sökum þess hve mikið magn af klóróformi það innihélt. Árið 2005 hvarf það aftur af sjónarsviðinu og hefur ekki sést meir.

Jólaskraut fyrir þá sem þrá fortíðina.

Sjá einnig: Við springum úr nostalgíu: Manstu eftir þessum matvælum?

„Ég held að ég sakni Ópalsins meira af því að hann er farinn frekar en að mér hafi þótt hann góður. Í minningunni var Ópalinn frekar staðdeyfir en sælgæti,“ segir hún og hlær.

Kassinn hristir upp í fólki

Jólaskrautinu hefur verið afar vel tekið, en eingöngu er hægt að nálgast það með því að hafa samband við Tinnu í gegnum Facebook.

Fallega skreytt jólatré.

„Þeir sem hafa fengið sér kassa hjá mér eru afskaplega hamingjusamir og þjást sennilega af sömu nostalgíuást og ég. Ég held að kassinn minn sé aðeins að hrista upp í fólk því sumir halda fyrst að þetta sé alvöru Ópal og vilja kaupa hann sem slíkan. Mig grunar að þetta fólk myndi ekki hika við að rífa hann upp og smakka ef þau gætu,“ segir Tinna sem útilokar ekki fleiri umbúðatengd jólaskraut.

„Að gera meira jólanammiskraut er alveg öruggt. Þetta er hátíð sem snýst meira og minna um að borða og það eru til haugarnir af nammi sem við kaupum bara um jólin. Quality Street og All Sorts-lakkrísinn eru góð dæmi,“ segir Tinna.

Þessir skemmtilegu eyrnalokkar koma úr smiðju Tinnu.

Takmarkað magn

List Tinnu er sykursæt og vinnur hún til dæmis þónokkuð með kleinuhringi og ís. Hún er samt enginn nammigrís.

„Listin mín hefur verið að snúast um sætt og ætt en ég er ekki mikill nammigrís. Ég get hins vegar ekki sagt nei við ís,“ segir hún. Hún hvetur aðdáendur blás Ópals að hafa hraðar hendur.

„Það verða nokkur jólatré sem geta rokkað bláum Ópal um jólin en það er auðvitað takmarkað magn.“

Girnilegt hreindýr.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna