fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fókus

„Skemmtilegast að sjá hvað þau verða montin“

Börnin á Sæborg útbúa persónulegar jólagjafir handa foreldrum sínum

Kristín Clausen
Sunnudaginn 27. nóvember 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á leikskólanum Sæborg við Starhaga leynist heill ævintýraheimur í formi listasmiðju. Þar styðjast börnin við ímyndunaraflið og eigið áhugasvið við sköpun á hinum ýmsu listaverkum. Um þessar mundir eru börnin að útbúa jólagjafir handa foreldrum sínum. Ólíkt flestum leikskólum á höfuðborgarsvæðinu þá eru gjafirnar ekki ákveðnar af kennurunum heldur ákveða börnin sjálf hvað þau langar að gefa mömmu og pabba. Í framhaldinu smíða þau, föndra og mála gjöfina í takt við eigin hugmyndir á sínum hraða.

Einstaklingurinn fær að skína

Anna Gréta Guðmundsdóttir listasmiðjustjóri segir að þetta sé níunda árið sem jólagjöf barnanna, á þremur elstu deildum leikskólans, er gerð með þessu fyrirkomulagi. Áður tíðkaðist að kennararnir tóku einhliða ákvörðun um hvað börnin skyldu búa til handa foreldrum sínum. Ekkert samráð var haft við börnin. Því var jólagjöfin að mestu leyti merkingarlaus í augum barnanna þar sem þau höfðu lítið eða ekkert um hana að segja.

„Leiðin að hugmyndinni hjá hverju barni er ólík.“
Anna Gréta Guðmundsdóttir „Leiðin að hugmyndinni hjá hverju barni er ólík.“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Með þessu móti fær einstaklingurinn hins vegar að skína við gerð jólagjafarinnar. „Við skráum allt sem þau segja og ég sé mjög vel hvernig þeim gengur að fá hugmynd og vinna með hana. Allan tímann. Ég sé hvað þau eru natin, þolið, einbeitingu og fínhreyfingar. Við getum meira að segja skoðað málþroskann út frá því sem þau eru að segja.“

Þá segir Anna Gréta að þau börn sem eru svolítið fyrirferðarmikil í hóp nái oft góðri vinnu í listasmiðjunni. Vinnan tekur sinn tíma en að sama skapi sé honum gríðarlega vel varið. „Ég er bara með eitt, tvö börn, mest þrjú í einu. Þannig að þetta er mikil gæðastund fyrir börnin og við kynnumst þeim betur. Best af öllu eru þó að sjá hvað þau verða montin þegar vel gengur og þau eru búin að uppgötva eitthvað nýtt.“

Barnið nostraði við ljónið og bíður spennt eftir að pakka því inn.
Hér má sjá ljón Barnið nostraði við ljónið og bíður spennt eftir að pakka því inn.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Endurunninn efniviður

Anna Gréta segir að leikskólinn leggi mikið upp úr skapandi og endurvinnanlegum efnivið í listasmiðjunni. Þau kaupa ekkert tilbúið föndurefni heldur styðjast 100 prósent við efniviðinn sem þeim hefur tekist að sanka að sér. Til dæmis í fjöruferðum eða því sem þeim er gefið.

„Oft er þetta eitthvað sem foreldrar barnanna koma með. Öll þessi skinn, blúndan, gardínuhringirnir og korktapparnir. Þetta er allt eitthvað sem okkur hefur verið gefið og á því byggjum við starfið.“

Börnin í Sæborg eru mjög dugleg við að negla og byggja hinar ýmsu verur og hluti úr spýtunum. Anna Gréta bendir á að þannig fái þau líka meiri þrívídd í verkefnin sem glæði þau lífi.

Skapandi starf er það sem leikskólinn Sæborg leggur mest upp úr.
Hér er Daði að vinna með börnunum Skapandi starf er það sem leikskólinn Sæborg leggur mest upp úr.

Persónulegar gjafir

Vinnan við jólagjafirnar byrjar yfirleitt upp úr miðjum október og stendur fram í miðjan desember. Yngstu börnin í leikskólanum gera jólagjöfina sína á annan hátt en þau gefa foreldrum sínum myndir af sér við vinnu í listasmiðjunni.

Skýrsla um ferli verkefnisins fylgir jólagjöf eldri barnanna til foreldra sinna sem geta þá lesið sér til um vinnuna sem liggur að baki, sögu gjafarinnar, hugleiðingar barnsins meðan á vinnunni stóð og hvernig Anna Gréta mat hina ýmsu þætti á meðan barnið vann í listasmiðjunni.

Bílinn er gæddur mörgum góðum kostum.
Hér má sjá flugbíl Bílinn er gæddur mörgum góðum kostum.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Leikskólinn býr þó ekki svo vel að hafa yfir að ráða stöðugildi fyrir sérstakan listasmiðjustjóra heldur er staðan að nafninu til afleysingarstaða. Samliða listasmiðjunni fer Anna Gréta því inn á deildirnar þegar þess þarf.

„Soffía leikskólastjóri er svo þrjósk að hún hefur látið þetta ganga. En þar sem ég er að megninu til í listasmiðjunni erum við á móti undirmönnuð á einni deild. En að sama skapi er starfið í smiðjunni mjög skapandi og það er það sem við leggjum mesta áherslu á.“

Listamaðurinn Daði aðstoðaði við þróun verkefnisins

Þróaði skapandi efnisveitu fyrir börnin

Þær Anna Gréta Guðmundsdóttir og Soffía Þorsteinsdóttir, leikskólastjóri á Sæborg, unnu með listamanninum Daða Guðbjörnssyni við þróun listasmiðjunnar árið 2005. Þá var hann þeim innan handar og veitti leiðsögn í því hvernig hægt væri að vinna skapandi starf með endurvinnanlegan efnivið.

Daði er lærður húsgagnasmiður en sneri sér fljótlega að myndlist. Hann útskrifaðist frá Listaakademíunni í Amsterdam árið 1984 en áður hafið hann lokið námi frá Nýlistadeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands.

Daði hefur eingöngu starfað við myndlist frá námslokum og verið áberandi í íslensku listalífi. Samhliða eigin listsköpun hefur hann setið í safnráði Listasafns Íslands og verið formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna. Einnig kenndi hann myndlist í hlutastarfi.

Fyrstu einkasýningu sína hélt Daði árið 1980 í Gallerí Suðurgötu 7 og eru þær nú orðnar vel á fimmta tug. Daði hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga sem og listamannahópum s.s. Gullpenslinum og Akvarell Island en báðir hóparnir hafa sýnt alloft hér heima og erlendis. Daði hefur nokkrum sinnum hlotið starfslaun listamanna, bæði frá Reykjavíkurborg og íslenska ríkinu.

Mörg listasöfn s.s. Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, Nýlistasafnið og Listasafn Akureyrar eiga verk eftir Daða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“