fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Kynning

Reykjavík Outventure: Eins árs og á heimsmælikvarða

Kynning
Jóhanna María Einarsdóttir
Mánudaginn 19. nóvember 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Guðni byrjaði algerlega blautur á bak við eyrun í ferðamannabransanum eftir að hafa stundað sjómennsku í tólf ár. Í dag er Reykjavík Outventure eitt flottasta og jafnframt sérstakasta ferðafyrirtæki á Íslandi. „Við bjóðum upp á mjög ólíka túra miðað við það sem gengur og gerist. Þetta eru ferðir sem mér fannst vanta á markaðinn. Það hefur líka komið á daginn, enda hef ég verið að fá bókanir í túra upp á hvern einasta dag og það er ekki ár síðan ég setti fyrirtækið á laggirnar,“ segir Jóhann sem rekur Reykjavík Outventure í samstarfi við þrjá aðra leiðsögumenn. „Við elskum allir starfið okkar og þetta eru ótrúlega góðir og vinalegir strákar. Ég segi stundum í gríni að ég sé með landsliðið af gædum í vinnu hjá mér,“ segir Jóhann.

 

Esjuganga

Reykjavík Outventure er örugglega eina fyrirtækið sem býður upp á göngutúr upp á Esju, ástsælasta fjall Reykvíkinga. „Ferðamenn vilja ólmir komast í stuttar fjallgöngur. Mér datt í hug að bjóða upp á Esjugöngu af því að ég þekki fjallið eins og handabakið á mér. Á leiðinni upp þurfa farþegar mínir ekki að olnboga sig í gegnum hjörð af öðrum ferðamönnum og kunna að meta það hvað Esjan er annars laus við túrisma. Svo skemmir glæsilegt útsýnið ekki fyrir þegar komið er upp að Steini,“ segir Jóhann. Esjugangan er vinsæl hjá ferðamönnum af ýmsum toga. „Fólk fer þetta á sínum hraða og jafnlangt og það treystir sér til,“ segir Jóhann. Eftir á er fólki boðið að skella sér í sund í Lágafellslaug. „Þetta er ein fallegasta laugin á höfuðborgarsvæðinu. Að fara í sund er líka eitthvað svo ótrúlega íslenskt og ferðamennirnir upplifa sig sem innfædda Íslendinga, sérstaklega þegar ég næ að plata þá í kalda pottinn,“ segir Jóhann. Ferðin tekur um 5 klst.

Jóhann Guðni með girnilegan osta- og kjötbakka.

 

Þórir.

 

Robbi.

Reykjanestúr

Reykjanesið er án efa einn fallegasti staðurinn í nágrenni Reykjavíkur. Þar er hægt að upplifa afar fjölbreytta náttúru á stuttum tíma. „Það er svo ótal margt sem er hægt að skoða þarna og við byrjum í Garðskagavita. Þar má sjá eina af fáum náttúrulegu hvítu skeljasandsströndum á Íslandi. Einnig förum við á Hafnir að skoða Hvalsneskirkju og akkeri af 130 ára gömlu skipi. Ekki er hægt að skoða Reykjanesið án þess að líta á brúna milli Atlantshafsflekanna. Næst er farið í Gunnuhver þar sem sölt gufan kemur ferðamönnunum alltaf jafn mikið á óvart. Svo kíkjum við á Reykjanesvita og svörtu klettana þar, sjáum Brimketil sem er einn af áhugaverðustu sjósundstöðum á Íslandi og svo göngum við inn í hraunbreiðuna hjá Bláa Lóninu. Ferðamennirnir gjörsamlega elska þessa ferð!“ segir Jóhann. Hægt er að taka ferðina með eða án matarupplifunar og tekur túrinn um 6 tíma.

Ánægðir ferðamenn.

„Við bjóðum líka upp á Reykjanesrúnt fyrir þá sem eru að millilenda á Íslandi og langar að gera eitthvað á þeim stutta tíma sem þeir eru hérna. Bláa Lónið getur bara tekið við ákveðið mörgum gestum og mér fannst tilvalið að gefa kost á styttri túr um Reykjanesið,“ segir Jóhann. Ferðina er hægt að fá með eða án matarupplifunar.

 

Reykjavíkurganga með matarupplifun

„Við erum klárlega að bjóða upp á langskemmtilegustu Reykjavíkurgönguna á markaðnum. Við gerum allt þetta klassíska eins og að fara í Perluna, skoða fangelsið á Skólavörðustíg og sjáum Hallgrímskirkju. Einnig býð ég upp á sérstöðu eins og að smakka hákarl og brennivín áður en haldið er á Reðasafnið. Við gefum fólkinu líka snúð í Brauð&Co. á Frakkastíg og svo er boðið upp á osta og kjötsmökkun í Ostabúðinni. Ferðin endar á Caruso með frábæru útsýni yfir höfnina þar sem fólk fær tveggja rétta máltíð með bjór eða víni,“ segir Jóhann. Á 3–4 tímum fær fólk einstaka upplifun af Reykjavík með öllu inniföldu.

Sveigjanleiki

Hvað varðar fjölda ferðamanna segist Jóhann afar sveigjanlegur. „Ég á sjálfur 7 manna Landrover Discovery sem er mjög rúmgóður og flottur fyrir ferðirnar sem ég býð upp á. Einnig er ég með afnot af Sprinter fyrir 15 manns. Ef ég fæ beiðni um að fara með stóran hóp þá redda ég því. Ég er í góðu sambandi við rútufyrirtækin og get útvegað bíla eftir þörfum,“ segir Jóhann.

„Að lokum langar mig að þakka strákunum í Svartagaldri fyrir að hafa hjálpað mér við að markaðssetja fyrirtækið. Þeir eru algerir snillingar,“ segir Jóhann.

 

Nánari upplýsingar má nálgast á reykjavikout.is

Birkiholt 4, 225 Garðabær

Sími: +354 848-5284

Netfang: info@reykjavikout.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum