fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fókus

Fangar fengu Menningarverðlaun DV

Fókus
Laugardaginn 6. október 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menningarverðlaun DV voru veitt við hátíðlega athöfn í gær í höfuðstöðvum Frjálsrar fjölmiðlunar við Suðurlandsbraut. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 1979 fyrir framúrskarandi árangur á menningarsviðinu. Í þetta skiptið voru verðlaunin veitt í sjö flokkum; leiklist, tónlist, kvikmyndum, myndlist, bókmenntum, fræðiritum og stafrænni miðlun auk sérstakra heiðursverðlauna.

Þá voru einnig af­hent verðlaun þeim sem fékk flest at­kvæði meðal al­menn­ings í net­kosn­ingu þar sem al­menn­ingi gafst kost­ur á að velja úr hópi allra þeirra sem til­nefnd­ir voru í öll­um flokk­um.

Sigurvegarar netkosningar voru Ragnar Bragason, Margrét Örnólfsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Nína Dögg Filippusdóttir fyrir sjónvarpsþáttaröðina Fangar.

Fangar sópuðu til sín verðlaunum á síðustu Edduhátíð og er það engin furða. Leikarahópurinn var sterkur, handritið beitt og Ragnar Bragason gætti þess að gefa öllum rými til að njóta sín. Í þáttunum sýndi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir einnig að hún er ein okkar fremsta leikkona.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

María segist hafa gert þetta til að halda syni sínum á lífi: „Þetta fólk hló framan í mig”

María segist hafa gert þetta til að halda syni sínum á lífi: „Þetta fólk hló framan í mig”
Fókus
Í gær

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum
Fókus
Í gær

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Í gær

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú fuglakenninguna? – Sambandsprófið sem allir eru að tala um

Þekkir þú fuglakenninguna? – Sambandsprófið sem allir eru að tala um
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiginkona leikarans segir að þetta hafi verið fyrstu merkin um að maður hennar væri alvarlega veikur

Eiginkona leikarans segir að þetta hafi verið fyrstu merkin um að maður hennar væri alvarlega veikur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Biður fólk um að biðja fyrir dóttur sinni sem var dæmd í fangelsi

Biður fólk um að biðja fyrir dóttur sinni sem var dæmd í fangelsi