fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Samningur undirritaður um víðtæka forvarnarfræðslu í Hvalfjarðarsveit

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 3. október 2018 11:00

Frá undirritun forvarnarsamningsins. Sitjandi f.v. eru Dagný Hauksdóttir formaður fræðslunefndar, Helgi Pétur Ottesen formaður fjölskyldu- og frístundanefndar, Andrea Ýr Arnarsdóttir, systir Einars Darra og Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar. Fyrir aftan standa Sigrún Bára Gautadóttir, Bára Tómasdóttir, móðir Einars Darra og Aníta Rún Óskarsdóttir, systir Einars Darra. Ljósm. kgk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í liðinni viku var undirritaður forvarnarsamningur milli fjölskyldu- og frístundanefndar og fræðslunefndar Hvalfjarðarsveitar og forvarnarhópsins Ég á bara eitt líf.  Snýr hann að víðtækri forvarnarfræðslu í Hvalfjarðarsveit og er jafnframt fyrsti forvarnarsamningurinn sem forvarnarhópurinn Ég á bara eitt líf undirritar. Um er að ræða samvinnuverkefni tveggja nefnda sveitarfélagsins til að styrkja forvarnir í Hvalfjarðarsveit fyrir alla aldurshópa.

Samningurinn felur meðal annars í sér forvarnarfræðslu á vorönn í elstu bekkjum Heiðarskóla og sérstakt forvarnarkvöld fyrir alla aldurshópa í sveitarfélaginu. Þá er einnig ákvæði um fræðsluerindi á opnu húsi eldri borgara í Hvalfjarðarsveit og afhendingu á varningi tengdu málefninu. „Ég á bara eitt líf er búið að snerta allt Ísland, unga sem aldna á öllum stigum þjóðfélagsins. Hópurinn hefur á stuttum tíma galopnað á umræðuna um hættur varðandi fíkniefni og misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum þar sem þráðurinn á milli feigs og ófeigs er vart sýnilegur,“ sagði Helgi Pétur Ottesen, formaður fjölskyldu- og frístundanefndar Hvalfjarðarsveitar, við undirritun samningsins.

„Við höfum á undanförnum mánuðum fylgst með hópnum Ég á bara eitt líf, ásamt öllu því fagfólki sem styður hópinn og lætur sig málið varða til að vara við þeim vágesti sem misnotkun lyfja og fíkniefna er. Tugir einstaklinga á Íslandi, ungmenni og fullorðnir, hafa látist á þessu ári vegna ofneyslu slíkra efna og lyfja. Á bak við þessa látnu einstaklinga eru fjölskyldur og vinir, harmleikir og sorgir og er okkar sveitarfélag ekki undanskilið,“ bætti hann við. „Stórt og öflugt forvarnarverkefni Ég á bara eitt líf byrjar í Hvalfjarðarsveit, heimasveit Einars Darra heitins. Við metum það sem dýrmæta fjárfestingu fyrir sveitarfélagið okkar til framtíðar,“ sagði Helgi Pétur.

Bára Tómasdóttir, móðir Einars Darra, lýsti fyrir hönd hópsins ánægju með að fyrsti forvarnarsamningur Ég á bara eitt líf væri undirritaður í Hvalfjarðarsveit, þar sem Einar Darri hefði verið búsettur og alltaf liðið vel. Jafnframt þakkaði hún þann stuðning sem samfélagið hefði sýnt fjölskyldunni frá því Einar Darri lést. Andrea Ýr Arnarsdóttir, systir Einars, tók undir með móður sinni. Hún hafði jafnframt orð á því að hópurinn væri ánægður með að í samningnum væri kveðið á um forvarnarfræðslu fyrir alla aldurshópa og móðir hennar tók undir það. Misnotkun lyfja væri ekki einungis bundin við unglinga og ungmenni. Hver sem er gæti orðið háður lyfjum, óháð aldri.

Greinin birtist á Skessuhorni, en í blaðinu sem kom út í dag er ítarlegt viðtal á miðopnu við mæðgurnar Báru Tómasdóttur og Andreu Ýr Arnarsdóttur þar sem rætt er meðal annars um fráfall Einars Darra og starf forvarnarhópsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta