fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Vilhelm Neto um grínsketsana – „Maður hreytir einhverju frá sér og fólk er yfirleitt bara að fíla það”

Babl.is
Þriðjudaginn 2. október 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þú getur haft ástríðu fyrir einhverju og þú getur alveg verið hæfileikaríkur, en ef þú gefur þig ekki allan fram þá nærðu ekkert mjög langt,” segir leiklistarneminn Vilhelm Neto í viðtali á Babl.is. Þar ræðir hann um hvernig áhuginn á leiklistinni kviknaði, grínsketsana á samfélagsmiðlum og drauminn sem brást, um að verða kynnir fyrir Ísland í Eurovision.

Þeir sem fylgjast mikið með Twitter ættu að vita hver Vilhelm Neto er, en hann hefur vakið athygli á árinu fyrir grín og glens-sketsa. Vilhelm er líka þekktur fyrir ósk sína um að vera kynnir fyrir hönd Íslands í Eurovisjón í Lissabon, en honum og fylgjendum hans til vonbrigða varð Edda Sif Pálsdóttir fyrir valinu, en hún stóð sig sem betur fer með mikilli prýði.

Vilhelm segist alls ekki vera fúll þó hann hafi ekki fengið starfið sem kynnir en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér? Kannski fær Vilhelm draum sinn um að vera kynnir á Eurovisjón uppfylltan eftir allt.

Ég held það hefði verið gaman að vera stigakynnir en ég held að ég ætti að feta nokkur fótspor sem leikari áður en að verða stigakynnir. Ég hef alltaf verið hræddur við að verða frægur fyrir eitthvað eitt sem ég gerði einu sinni. Ég yrði allt í einu stigakynnir og svo væri þetta búið. Mig langar ekki að vera þekktur sem Villi stigakynnir.

Vilhelm er að læra leiklist í Copenhagen International School of Performing Arts, en það er alþjóðlegur leiklistarskóli í Kaupmannahöfn þar sem er kennd svokölluð ,,method-acting” sem gengur út á að tengjast hlutverki sínu tilfinningalega. ,,Þú þarft að tengja þig við karakterinn sem þú ert að leika, jafnvel þó hann sé óhugnanlegur eða alveg út í hött. Við megum ekki dæma karakterana sem við erum að leika. Það er mikil sálfræði í þessu. Við þurfum að vera mjög klár á hvernig karakterarnir okkar hugsa og líkamstjáningu þeirra.”

Vilhelm eyddi sumrinu í leikhúsinu Frystiklefanum á Rifi. Þar tók hann þátt í sýningunni Humours sem er grínsýning um ástina en þó ekki ástarsaga. Vilhelm skrifaði handritið af sýningunni ásamt Kára Stefánssyni og Júlíönu Kristínu Liborius og lék að sjálfsögðu eitt aðalhlutverkið í sýningunni. ,,Ég og Júlíana hittumst til að skrifa um fólk í kvartlífskrísu, sem við erum í rauninni sjálf í. Því byggðum við margar af sögunum í leikritinu á okkur sjálfum, um reynslu okkar af ástinni og ástarsorg. Maður er svo sjálfhverfur og byggir allt á sjálfum sér.”

Annars er Vilhelm þekktastur fyrir grínsketsa sína á Twitter og Instagram. Vinsælasti sketsinn er ,,Baggkóngurinn” sem Vilhelm segir að sé sinn uppáhalds líka. Hann segist allavega geta horft á þann skets ennþá án þess að fá kjánahroll.

Villhelm segir að grínsketsarnir hafi byrjað þegar hann var á Vine, sem var mjög vinsælt fyrir nokkrum árum áður en að allir urðu mjög þreyttir á því af einhverjum ástæðum. ,,Þegar ég var á Vine þá var ég bara að gera eitthvað kjaftæði en síðan fór þetta hægt og rólega að þróast út í sketsa. Síðan gekk þeim sjúklega vel eftir að ég gerði rappara eftirhermu. Þá fór fólk að fíla þetta í botn.”

Vilhelm segir að hann sé ekkert að fara að hætta að gefa út grínsketsa á næstunni þó hann sé viss um eftir hvern skets að þetta verði síðasta skiptið sem honum dettur eitthvað sniðugt í hug.

Maður er að dæla dóti á netið á fullu. Maður hreytir einhverju frá sér og fólk er yfirleitt bara að fíla það.


Við spurningu blaðamanns um hvort Vilhelm ætli sér að vera grínleikari segir hann að það sé ekki endilega málið. ,,Þegar ég lék fyrst á Íslandi þá lék ég í kvikmyndinni Óróa. Það var frekar alvarlegt hlutverk,” en Vilhelm fór með hlutverk Mitroviks, rússneskur unglingur sem var nýbúi á landinu og kærasti Stellu.

En ég er aðallega búinn að fá athygli út af gríninu sem meikar alveg sens. Ég hef verið í alvarlegum hlutverkum þó þau sjáist náttúrulega ekki eins vel á netinu. Ég held það sé ekki hægt að birta 10 sekúndna alvarlegan einleik á Twitter. Fólk myndi örugglega fá kjánahroll. Það er miklu auðveldara að vekja athygli á gríni heldur en alvarlegri leiklist.

Hvenær fékstu fyrst áhuga á að byrja að leika?

Þetta er mjög klisjukennt svar en ég er búinn að ætla mér að verða leikari síðan ég var krakki. Pabbi og mamma tóku mig oft í leikhúsið og á bíómyndir. Mig minnir að áhuginn hafi fyrst kviknað þegar ég sá útfærslu á Hringjaranum í Notre Dame í Portúgal. Mér fannst það geðveikt. Ég vissi strax, pínulítill krakki, að ég yrði að gera eitthvað svona. Svo hélt ég mér bara við það.

Vilhelm segir að hann sé samt sem áður að hallast meira að leikstjórn, en hann leikstýrði nokkrum tónlistarmyndböndum á Íslandi áður en hann flutti út. ,,Mér finnst það mjög skemmtilegt líka.”

Nú er Vilhelm að leita sér að umboðsmanni í Skandinavíu. ,,Ég er alltaf til í að fara í prufur á Íslandi. Það væri líka mjög gaman að halda áfram að setja upp sjálfstæð verk hér. Annars er svo margt að gerast í Kaupmannahöfn og mörg atvinnutilboð. Svo er ekkert mál að fljúga fram og til baka til Íslands.”

 Ertu með ráð til þeirra sem vilja gerast leikarar?

Ég myndi segja þeim að gefa sig allan fram. Það sést alltaf þegar leikarar eru að gefa sig allan fram. Þú getur haft ástríðu fyrir einhverju og þú getur alveg verið hæfileikaríkur, en ef þú gefur þig ekki allan fram þá nærðu ekkert mjög langt.

Greinin birtist á Babl.is.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta