fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Lalli Johns hætti að drekka eftir að Breiðavíkurmálið kom upp: „Þetta átti ekki að fara svona“

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 15. janúar 2018 23:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lalli Johns látinn. Lalli Johns dáinn. Þetta eru tvær uppástungur sem leitarforritið Google stingur upp á ef slegið er inn nafni eins frægasta glæpamanns Íslandssögunnar. Það er ljóst á leitarforritinu að Íslendingar hafa áhuga á að vita hvar Lalli er niðurkominn. Hann sló í gegn í heimildamynd Þorfinns Guðnasonar og heillaði þjóðina. Í kjölfarið varð hann landsþekktur. En Lárus Björn Svavarsson, betur þekktur sem Lalli, er ekki dáinn. Hann er í fullu fjöri, orðinn 67 ára löggilt gamalmenni sem hefur ekki bragðað dropa af áfengi síðustu fjögur árin. Hann er búsettur á áfangaheimili þar sem hann hefur það bærilegt.

Breiðavíkurmálið vendipunktur

Lalli segist hafa jákvæðnina að leiðarljósi.
Hress Lalli segist hafa jákvæðnina að leiðarljósi.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Aðspurður hvernig hafi staðið á því að hann hafi ákveðið að hætta að drekka fyrir um tíu árum nefnir Lalli fyrst að hann hafi staðið í strembnum flutningum. Þá grípur Rósa fram í og spyr hvort Breiðavíkurmálið hafi ekki haft áhrif. Lalli viðurkennir það. „Það var vendipunktur, það var opinberað og þú varst beðinn afsökunar. Öll þessi umræða,“ segir Rósa. „Jú,“ segir Lalli og bætir við að hann hafi aldrei fengið allar þær bætur sem honum var lofað.

Lalli var í fjögur ár á vistheimilinu á Breiðavík þar sem börn voru beitt fáheyrðri harðneskju og öllum útgáfum ofbeldis. „Þetta var ekki bara á Breiðavík, en Breiðavík var versti punkturinn af þessu. Heimavistarskólinn að Jaðri og Reykjahlíð, það voru heimili sem ég var ekkert voðalega ánægður með að vera á. Þegar ég var laus við þessi heimili þá var það spurningin: „Hvað á ég að gera við framtíð mína og hvernig verður hún?“ Verður hún björt eða svört? En með árunum þá hef ég náð að sætta mig við suma hluti, ekki alla. Ég hef reynt að fylla upp í eyðurnar en sumt er vont að vinna til baka. Svona var þetta þegar ég var yngri, en þetta átti ekki að fara svona. Þetta átti að fara öðruvísi. Ég reyndi að vinna úr því, ef maður er jákvæður hefur það góð áhrif,“ segir Lalli.

Fékk aldrei allar bæturnar

Í viðtali við DV árið 2007 sagði Lalli frá þeim pyntingum sem hann varð fyrir á Breiðavík. Hann hélt því fram að sennilega hafi forstöðumaðurinn, Þórhallur Hálfdánarson, haft ánægju af því að pína börn. Þar fékk hann lítið að borða, var neyddur til að vinna myrkranna milli og lítið fór fyrir námi. Í viðtalinu sagði hann frá einu ömurlegu atviki:

„Ég var háttaður úr öllum fötunum og settur í síldartunnu fulla af ísköldu vatni. Ég hét því að ég skyldi ekki láta vatnið sigra mig frekar en þau,“ sagði Lalli en eftir þetta ákvað hann að strjúka. Annar piltur kjaftaði og sá var beittur hrottalegu ofbeldi. „Hann var bara tekinn og barinn og ég var látinn þrífa blóðið sem gekk úr andlitinu á honum. Ég féll í yfirlið og því var haldið fram að ég væri að leika til að draga að mér athygli.“

Lalli segist nú aldrei hafa fengið allar þær sanngirnisbætur sem honum hafði verið lofað. „Ég var eiginlega svikinn í Breiðavíkurmálinu. Ég fékk eina og hálfa milljón en svo átti ég að fá meira átján mánuðum seinna. Það fékk ég aldrei. Ég er með pappíra upp á það. Þeir sögðu að ég ætti að fá þrjár eða fjórar milljónir, þeir sviku mig um það. Ég fékk pappírana óundirritaða, en síðan dróst það og þá féll málið niður dautt. Ég vissi ekki hvert ég átti að leita, og hefði átt að gera eitthvað í því,“ segir Lalli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðmundur í Brim sakaður um billegan orðhengilshátt í Bítinu í morgun – „Það á enginn fiskinn í sjónum“

Guðmundur í Brim sakaður um billegan orðhengilshátt í Bítinu í morgun – „Það á enginn fiskinn í sjónum“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Landbúnaðarháskólinn vill láta bera þýska konu út úr leiguhúsnæði

Landbúnaðarháskólinn vill láta bera þýska konu út úr leiguhúsnæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill kemur þéttingu byggðar til varnar – „Nauðsynleg og óhjákvæmileg“

Egill kemur þéttingu byggðar til varnar – „Nauðsynleg og óhjákvæmileg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fráleitt að rugla skipulag Grafarvogs með þéttingu – „Borgarstjórnin nýja getur enn þá hætt við“

Fráleitt að rugla skipulag Grafarvogs með þéttingu – „Borgarstjórnin nýja getur enn þá hætt við“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“