fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fókus

Nanna Kristín nakin á forsíðu: „Ég var ekki á leiðinni í annað samband“

42 ára og á von á sínu þriðja barni í október

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 5. október 2016 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sjálfstraustið var brotið og ég gat ekki hugsað mér að hleypa neinum að mér aftur.“ Þetta segir leikkonan og handritshöfundurinn Nanna Kristín Magnúsdóttir sem prýðir forsíðu október tölublaðs MAN.

Nanna Kristín er 42 ára leikkona sem útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1999. Hefur hún síðan þá getið sér gott orð fyrir leik bæði í kvikmyndum og á sviði og hlotið ýmsar viðurkenningar.

Nanna á von á sínu þriðja barni í mánuðinum eins og glöggt má sjá á glæsilegri forsíðumyndinni. Segja má að líf Nönnu Kristínar hafi kúvenst á stuttum tíma. Hún skildi við barnsföður sinn, Kristinn Vilbergsson fyrir rúmum tveimur árum og var sátt við að vera ein það sem eftir væri.

Nú er hún aftur á móti ástfangin upp fyrir haus og á von á barni með kærastanum sínum Gauta Sturlusyni, en fyrir eiga þau samtals fjögur börn. Gauti er lögfræðingur og eiga Nanna Kristín bæði tvö börn fyrir úr fyrri samböndum.

Var ekki á leið í annað samband

„Sjálfstraustið var brotið og ég gat ekki hugsað mér að hleypa neinum að mér aftur. Ég var ekki á leiðinni í annað samband en svo gerðist það alveg ótrúlega fljótt,“ segir Nanna Kristín meðal annars í viðtalinu og bætir við.

„Ég var eins og ég sagði, ekkert á leiðinni í annað samband en þessu gat ég engan veginn stjórnað, ég varð bara yfir mig ástfangin og þá varð ekki aftur snúið.“

Nanna og Gautur hófu sambúð um það bil hálfu ári eftir að þau kynntust.

„Mér fannst þetta ekki erfið ákvörðun enda lá þetta beinast við. Ég tók ekki neitt „Tinder-skeið,“ segir Nanna Kristín og hlær og á þá við stefnumótaappið vinsæla Tinder.

„Ég náði kannski alveg „single tímabili“ en þá var ég bara alveg single.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?

Hvað eiga íslenskt vatn og smellur frá 80´s sameiginlegt?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós

Taldi sig vera að kaupa vöru úr íslenskri ull en svo kom sannleikurinn í ljós
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný plata með Laufeyju komin út

Ný plata með Laufeyju komin út
Fókus
Fyrir 6 dögum

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“