fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Gunnar Nelson biður aðdáendur sína afsökunar

Auður Ösp
Þriðjudaginn 25. október 2016 16:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vil byrja á því að biðja stuðningsmennina, kostendur, vini og mótherja minn afsökunar á því að ég mun draga mig út úr bardaganum í Belfast,“ ritar Gunnar Nelson bardagakappi á fésbókarsíðu sína fyrr í dag. Fyrirhugað var að Gunnar myndi mæta Suður-Kóreumanninum Dong Hyun Kim í aðalbardaga UFFC í Belfast þann 19. nóvember. Nú er hins vegar ljóst að Gunnar þarf að hætta við vegna meiðsla, en hann kveðst hafa hlakkað mikið til bardagans.

Gunnar meiddist á ökkla á opinni æfingu fyrir UFC á dögunum og kveðst hann ekki hafa getað stigið í fótinn í nokkra daga. Tíu dögum síðar hafi hann þó geta gengið eðlilega og því lagt sig allan fram við æfingar. Fyrir viku síðan tjáðu þjálfarar hans honum hins vegar að hann þyrfti meiri tíma og gæti hvorki barist né æft. Gunnar kveðst þá sjálfur hafa gert sér grein fyrir að hann væri ekki í standi til að keppa.

„Enn og aftur vil ég biðja alla þá sem höfðu bókað miða og ferð á bardagann afsökunar, sem og alla aðdáendurna sem höfðu hlakkað til bardagans, líkt og ég. Ég sný aftur fljótlega og verð betri en nokkru sinni fyrr,“ ritar Gunnar jafnframt um leið og hann þakkar fyrir stuðninginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna