fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Sport

Ísland fellur um fjögur sæti: Samt langbesta Norðurlandaþjóðin

Miklu ofar en Svíar, Danir og Norðmenn – Argentínumenn efstir

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 15. september 2016 09:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fellur um fjögur sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun. Íslenska liðið er nú í 27. sæti á listanum með 829 stig.

Ef marka má styrkleikalista FIFA stendur Ísland langfremst Norðurlandaþjóðanna í knattspyrnu. Svíar koma næstir á eftir Íslendingum í 41. sæti, Danir eru í 46. sæti, Norðmenn eru í 70. sæti og Finnar í 84. sæti.

Ísland gerði sem kunnugt er 1-1 jafntefli við Úkraínu í byrjun mánaðarins og er það eini leikur íslenska liðsins frá því að síðasti listi var gefinn út, en þá var Ísland í 23. sæti.

Engin breyting hefur orðið á tveimur efstu sætunum. Argentínumenn eru sem fyrr í efsta sæti listan og Belgar eru í öðru sæti. Heimsmeistarar Þjóðverja eru í þriðja sæti og hafa þeir sætaskipti við Kólumbíumenn frá síðasta lista sem nú eru í fjórða sæti.

Brasilía er í 5. sæti, Chile í 6. sæti og þar á eftir koma Portúgal, Frakkland, Úrúgvæ og Wales. Spánverjar eru í 11. sæti, Englendingar í 12. sæti og Ítalir í því þrettánda.

Hér má sjá styrkleikalistann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti
433Sport
Í gær

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“
433Sport
Í gær

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“