fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Kolbrún Bergþórsdóttir: „Hátíðarfundurinn á Þingvöllum var klúður“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 21. júlí 2018 09:20

Kolbrún Bergþórsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fundurinn var haldinn í miðri viku þegar fólk er almennt við vinnu. Dagskráin var heldur ekki líkleg til að vekja brennandi áhuga, þar sem hún samanstóð aðallega af ræðuhöldum alþingismanna. Við það bættist að þjóðinni hafði verið tilkynnt að þegar hún væri komin til Þingvalla skyldi hún halda sig á ákveðnu svæði, í dágóðri fjarlægð frá þingmönnum og fínni gestum. Þingmenn eru ekki náttúruundur þannig að almenningur sá enga ástæðu til að mæta og horfa á þá aðdáunaraugum úr hæfilegri fjarlægð,“ skrifar Kolbrún Bergþórsdóttir í leiðara Fréttablaðsins í dag en hún telur að hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum á miðvikudag hafi verið klúður.

„Hátíðarfundurinn á Þingvöllum var klúður. Þjóðin mætti ekki. Sennilega hafði hún á tilfinningunni að henni væri helst ætlað að vera í hlutverki statista fyrir sjónvarpsmyndavélar,“ skrifar Kolbrún enn fremur.

Þá segir Kolbrún að óþarfi hafi verið að velja jafn umdeildan gest á fundinn og Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, en skoðanir hennar á innflytjendum og flóttafólki vekja gremju margra. Kolbrún segir hins vegar að þessar skoðanir hafi ekki verið til umfjöllunar í ræðu hennar á Þingvöllum og ekkert í ræðinni hafi gefið tilefni til upphlaups.

Alltaf má búast við upphlaupum hjá Pírötum og Samfylkingu

Þá skrifar Kolbrún:

„Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, segir að lengi hafi legið fyrir að Kjærsgaard myndi halda ræðu á fundinum og furðar sig á hörðum viðbrögðum einstaka flokka og þingmanna. Furða hans vekur furðu. Ef hann sá ekki sjálfur í upphafi hversu umdeild þessi ákvörðun myndi verða, sérstaklega hjá upphlaupsflokkum eins og Pírötum og Samfylkingu, hefði einhver átt að segja honum það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Hera úr leik
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Spáglaðir jarðfræðingar

Óttar Guðmundsson skrifar: Spáglaðir jarðfræðingar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra

Sex milljóna stjórnendadegi borgarinnar lauk með móttöku í boði borgarstjóra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona

Kynntu nýja og byltingakennda krapavél á sjávarútvegssýningunni í Barcelona
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn