fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fókus

The Florida Project: Hugsið um börnin!

Tómas Valgeirsson
Sunnudaginn 22. júlí 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oft koma sterkir pakkar í ódýrum umbúðum. Frá leikstjóranum sem tók upp hina frábæru Tangerine á iPhone-símann sinn kemur vönduð og hreinskilin túlkun á fátækt í Bandaríkjunum. The Florida Project segir frá mæðgum í erfiðum aðstæðum og er sagan sögð frá sjónarhorni sex ára stelpu að nafni Moonee.

Áhorfandinn er gerður að flugu á vegg á meðan trúverðugleikinn og tilgerðarleysið tröllríður öllu. Enginn fiðluleikur er til staðar og hvergi melódrama í augsýn. Þvert á móti kemur á óvart hversu hress og fyndin útkoman er, að vísu þangað til blákaldur veruleiki aðstæðna ýtir sögunni í myrkari og átakanlegri áttir.

Úrvinnslan er hins vegar fagleg út í gegn og leikur krakkanna í myndinni er til hreinnar fyrirmyndar. Moonee er æðisleg persóna og einnig vinnur Willem Dafoe virkilega vel úr aukahlutverkinu sem tryggði honum Óskarstilnefningu fyrr á þessu ári. Þegar á botninn er hvolft er hér á ferð frábær mynd sem sýnir að sumir foreldrar læra seint af fyrri aðstæðum og á stórfínan máta er varpað upp spurningum úr hinu daglega lífi: Hvers eiga til dæmis börnin að að gjalda fyrir akvarðanir foreldranna og hvar er línan dregin?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Harry sagður hafa klúðrað sáttum við föður sinn með nýjasta útspilinu – „Hann var svo nálægt því“

Harry sagður hafa klúðrað sáttum við föður sinn með nýjasta útspilinu – „Hann var svo nálægt því“
Fókus
Í gær

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mounjaro hefur haft hræðileg áhrif á mig sem mér hefði aldrei dottið í hug – Ég get ekki sagt neinum frá því“

„Mounjaro hefur haft hræðileg áhrif á mig sem mér hefði aldrei dottið í hug – Ég get ekki sagt neinum frá því“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dauði Diane Keaton kom nánum vinum hennar algerlega í opna skjöldu

Dauði Diane Keaton kom nánum vinum hennar algerlega í opna skjöldu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kvartað undan „lata starfsmanninum“ sem er ekki til – „Ekki trúa öllu sem þú sérð á samfélagsmiðlum“

Kvartað undan „lata starfsmanninum“ sem er ekki til – „Ekki trúa öllu sem þú sérð á samfélagsmiðlum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Markmiðið að skeyta saman listamönnum sem eru ólíklegir til að vinna saman

Markmiðið að skeyta saman listamönnum sem eru ólíklegir til að vinna saman