fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024

Bíódómur

A Star is Born er efnisþunnur Óskarssegull: Glæsileg Gaga, lala handrit

A Star is Born er efnisþunnur Óskarssegull: Glæsileg Gaga, lala handrit

Fókus
21.10.2018

Aldrei er góð vísa of oft kveðin. Aftur á móti verður hver og einn að spyrja sig hvort mörkin þar séu loðin þegar um er að ræða endurgerð af endurgerð… af endurgerð. Það er ástæða fyrir því að A Star is Born sagan dúkkar upp á nokkurra kynslóða fresti. Þetta er tækifæri til þess að Lesa meira

Útlitið er svart í Venom: Hressandi en innantómur fjandafans

Útlitið er svart í Venom: Hressandi en innantómur fjandafans

Fókus
19.10.2018

Það tók aðeins ellefu ár en harðkjarna Spider-Man-unnendur hafa loksins fengið þann óbeislaða Venom sem þeir þráðu – án nokkurrar aðkomu frá aumingjalegum Topher Grace til þess að spilla fyrir fjörinu. Það verður reyndar að teljast nokkuð merkilegt að ofurhetjugeirinn, og stúdíó-kvikmyndagerð eins og hún leggur sig, sé kominn á þann stað þar sem hægt Lesa meira

Húmorslaus stemning í The Happytime Murders: Linar partíbrúður í tímaskekkju

Húmorslaus stemning í The Happytime Murders: Linar partíbrúður í tímaskekkju

Fókus
03.09.2018

The Happytime Murders virðist rísa og falla á einni einfaldri (og innantómri) grunnhugmynd. Hún lýsir sér þannig að það sé skilyrðislaust stórfyndið að fylgjast með leikbrúðum blóta, dópa og stunda fleiri ódönnuð dólgslæti. Handritsgerð eða hugmyndaflug með þessum tiltekna húmor fer rakleiðis í aftursætið. Þá stendur í rauninni eftir fátt annað en langdregin sketsamynd sem Lesa meira

Harður heimur nýtur sín í Lof mér að falla: Kærkomin árás á foreldrahjartað

Harður heimur nýtur sín í Lof mér að falla: Kærkomin árás á foreldrahjartað

Fókus
30.08.2018

Frá upphafi íslenskrar kvikmyndaflóru hefur eymdin verið í ríkjandi burðarhlutverki. Þá fylgir alltaf þessi stimpill að meirihluti okkar framlaga einkennist af litlu öðru en neyslu, erjum, vanlíðan og tilheyrandi ofsadramatík. Tímarnir hafa aðeins verið að breytast. Ýmist upprennandi kvikmyndagerðarfólk hefur lagt það að markmiði að þverbrjóta þessa reglu og sækja í nýja liti úr öskjunni. Lesa meira

Tom Cruise er ekki of gamall fyrir þennan skít: Stuð og stórfengleg sýnimennska

Tom Cruise er ekki of gamall fyrir þennan skít: Stuð og stórfengleg sýnimennska

Fókus
01.08.2018

Mission: Impossible: Fallout Leikstjóri: Christopher McQuarrie Framleiðendur: Tom Cruise, Paula Wagner Handrit: Christopher McQuarrie Kvikmyndataka: Rob Hardy Aðalhlutverk: Tom Cruise, Rebecca Ferguson, Henry Cavill, Simon Pegg, Ving Rhames Enn og aftur hættir Tom Cruise lífi sínu fyrir framan tökuvélina, okkur til skemmtunar. Þetta er vissulega rótin að gangverki þessa myndabálks og má segja að allt Lesa meira

The Florida Project: Hugsið um börnin!

The Florida Project: Hugsið um börnin!

Fókus
22.07.2018

Oft koma sterkir pakkar í ódýrum umbúðum. Frá leikstjóranum sem tók upp hina frábæru Tangerine á iPhone-símann sinn kemur vönduð og hreinskilin túlkun á fátækt í Bandaríkjunum. The Florida Project segir frá mæðgum í erfiðum aðstæðum og er sagan sögð frá sjónarhorni sex ára stelpu að nafni Moonee. Áhorfandinn er gerður að flugu á vegg Lesa meira

Skyscraper: Steini hangir og hrapar

Skyscraper: Steini hangir og hrapar

Fókus
22.07.2018

Í kjölfar velgengni einnar ástsælustu jólahasarmyndar allra tíma, Á tæpasta vaði, fylgdi aragrúi af hressum og vitaskuld misgóðum eftirlíkingum. Við fengum Die Hard á skipi (Under Siege), Die Hard á fjalli (Cliffhanger), Die Hard í flugvél (Passenger 57, Air Force One), Die Hard á íshokkíleik (Sudden Death), Die Hard í Hvíta húsinu (Olympus Has Fallen/White Lesa meira

Hotel Transylvania 3: Prump og pabbabrandarar

Hotel Transylvania 3: Prump og pabbabrandarar

Fókus
21.07.2018

Það verður að segjast að í 90% tilfella verða ærslafullar skrípóseríur þynnri og þreyttari eftir því sem á líður. Hið sama mætti vissulega segja um grínferil Adams Sandler, enda hefur fyndni mannsins legið að mestu í dvala á Dalvík og rýrnað síðan eftir aldamótin. Blessunarlega hefur Hotel Transylvania-myndabálkurinn reynst vera undantekning, enda yfirleitt betra að Lesa meira

Mamma Mia! Here We Go Again: Dansar yfir meðallagið

Mamma Mia! Here We Go Again: Dansar yfir meðallagið

Fókus
20.07.2018

Kvikmyndin Mamma Mia sló í gegn um heim allan og þegar slíkt gerist, þá er bara eitt í stöðunni: að halda áfram að mjólka kúna, eða í þessu tilviki gullkistu ABBA. Framhaldsmyndin fer þá leið að tvinna saman upphafssöguna, hvernig aðalpersónan Donna kynntist mönnunum þremur sem höfðu svo afgerandi áhrif á líf hennar, og nútímann, Lesa meira

Hereditary: Yfirnáttúruleg geðveiki

Hereditary: Yfirnáttúruleg geðveiki

Fókus
20.07.2018

Hereditary er hrollvekja af gamla skólanum sem auðvelt er að dást að, en erfiðara að elska. Það er mikið gotterí í boði ef viðkomandi kann að meta þrúgandi andrúmsloft, óútreiknanlega framvindu, hægan bruna og hreint rafmagnaðan leik áströlsku leikkonunnar Toni Collette. Þetta er mynd sem leggur ýmislegt til umræðu um geðklofa, áföll, samskiptaleysi og missi, Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af

Allir mættu nema Mbappe