fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Vigdísi illa brugðið við SMS-i: „Rosalega er þetta óhuggulegt!“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. júní 2018 15:05

Vigdís Hauksdóttir Mynd Ari Brynjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins , er bersýnilega brugðið við skilaboðum, SMS-i, sem hún fékk við komu til Danmerkur. Í SMS-inu er hún boðin velkomin til Danmerkur og henni tjáð að þar gildi Reiki í Evrópu.

„Símtöl og SMS innan EES og heim ásamt gagnamagni eru gjaldfærð rétt eins og notkunin þín innanlands,“ segir í skilaboðunum.

Vigdísi virðist þykja þetta heldur kaldar kveðjur og birtir á Facebook skjáskot af skilaboðunum  og skrifar: „Rosalega er þetta óhuggulegt!!! Hvar er persónuverndin???“

Þóra Guðmundsdóttir, fyrrverandi varaformaður Neytendasamtakanna, skrifar athugasemd við færslu Vigdísar og segir þetta hafa ekkert með persónuvernd að gera. „Þetta hefur ekkert með persónuvernd að gera. Síminn er fjarskiptatæki sem tengist við nærliggjandi senda eða hvað þetta er nú kallað. Þetta er þjónusta. Ef þú kærir þig ekki um þetta þá geturðu skilið síman eftir heima eða í það minnsta símkortið og fengið þér nýtt á nýja staðnum,“ skrifar Þóra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga