fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fókus

Broddi „sjomli“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. ágúst 2016 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpsgoðsögnin á RÚV, Broddi Broddason, bauð óvænt upp á langan fróðleiksmola um nýyrðin „sjomli“ og „sjomla“ í hádegisfréttum RÚV á fimmtudag. „Sjomli“ hafði komið fyrir í máli formanna femínistafélags Verzló í fréttinni á undan. Við gefum Brodda orðið:

„Orðið sjomli, í kvenkyni sjomla, er ekki að finna í íslenskri orðabók en er talsvert notað í óformlegu máli. Orðið er afbökun á gamli eða gamla. Gamli í merkingunni félagi og er í raun notað í samtölum við vini á öllum aldri. Sjomli mætti segja að væri töffari en flottari félagi en gamli. Í slangurorðabók er þó minnst á þetta ágæta orð, þar er til dæmis að finna orðið sjomlisjommsjomm sem merkir nettasti gaurinn á svæðinu. Rekja má vinsældir orðsins til smáskífu Friðriks Dórs, Auðuns Blöndal og Sveppa frá 2011 sem heitir Sjomli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna

Handtekinn sama dag og hann var tilnefndur til Grammy-verðlauna
Fókus
Í gær

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri
Fókus
Fyrir 3 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“