fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Pressan

Trump lagði mikið að veði með að láta taka börn innflytjenda frá foreldrum sínum – Misreiknaði sig illilega

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. júní 2018 04:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég kærði mig ekki um að sjá fjölskyldum sundrað“ sagði Donald Trump á miðvikudaginn þegar hann undirritaði forsetatilskipun um að ekki eigi að taka börn frá foreldrum sínum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. Mikil mótmæli hafa verið gegn þessum aðgerðum ríkisstjórnar Trump en í apríl var byrjað að taka börn af foreldrum sínum við landamærin og voru börnin flutt í sérstakar innflytjendabúðir og haldið þar. Þessum innflytjendabúðum hefur verið líkt við fangelsi enda börnin ekki frjáls ferða sinna. Aðgerðunum hefur verið mótmælt harðlega, innanlands sem utan, og á endanum gafst Trump upp og stöðvaði þessi vinnubrögð.

Það er óhætt að segja að Trump hafi beðið pólitískan ósigur þegar hann lét undan þrýstingi og bannaði þennan aðskilnað barna og foreldra. Þetta er jafnvel í fyrsta sinn sem hann hefur þurft að láta undan miklum þrýstingi síðan hann tók við embætti forseta. Traustir stuðningsmenn hans voru farnir að draga stuðning sinn við hann til baka. Þetta á við um flokksfélaga hans í repúblikanaflokknum en einnig kristna leiðtoga sem tryggja Trump stóra hópa kjósenda með því að styðja hann.

Í nóvember verður kosið til þings og óttast repúblikanar að þeir missi meirihluta sinn í báðum deildum þingsins vegna óvinsælla aðgerða forsetans á borð við þetta mál. Ljóst er að þetta mál hefur skaðað repúblikana og hefur veitt demókrötum byr í seglin og hafa þeir að vonum gengið á lagið og verið iðnir við að berja á repúblikönum vegna málsins. Skoðanakannanir sýna einnig að repúblikanar munu tapa stórt í sumum ríkjum ef kosið væri nú.

Trump hélt því ítrekað fram að það væri demókrötum að kenna að aðskilja þyrfti börn og foreldra því þeir vilji ekki styðja tillögur hans um aðgerðir í innflytjendamálum en eins og kunnugt er vill hann reisa mikinn múr á landamærunum við Mexíkó. Trump sagði ítrekað að aðeins þingið gæti breytt þessu og látið hætta þessum aðskilnaði. Í síðustu viku sagði hann að hann gæti ekki stöðvað þessa framkvæmd með forsetatilskipun en á miðvikudaginn gerði hann það samt sem áður. Þar með er ljóst að eins og svo oft áður sagði Trump ekki satt.

Trump lagði mikið að veði pólitískt með því að láta landamæraeftirlitið aðskilja börn og foreldra og nú hefur hann tapað og það stórt. Fólki mislíkaði að saklaus börn voru notuð sem vopn í baráttu hans við að fá kröfum sínum framgengt. Spurningin er hvaða langtímaáhrif þetta mál mun hafa á stuðninginn við forsetann og repúblikana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stærðfræðikennarinn Rebecca Joynes sakfelld fyrir kynferðisbrot gegn unglingum – Varð þunguð eftir 15 ára dreng

Stærðfræðikennarinn Rebecca Joynes sakfelld fyrir kynferðisbrot gegn unglingum – Varð þunguð eftir 15 ára dreng
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lítil stúlka slapp naumlega undan bráðri lífshættu á Tenerife

Lítil stúlka slapp naumlega undan bráðri lífshættu á Tenerife
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hans var saknað í 26 ár: Fannst á lífi 200 metrum frá heimili sínu

Hans var saknað í 26 ár: Fannst á lífi 200 metrum frá heimili sínu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Krísa af stærstu gerð“

„Krísa af stærstu gerð“