fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Kynning

Ytra Lón Farm Lodge: Heillandi sveitagisting og ægifegurð Langaness

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 23. júní 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Langanesið býr yfir mikilli náttúrufegurð sem heillar bæði innlenda og erlenda ferðamenn. Gistiheimilið Ytra Lón Farm Lodge er vel í sveit sett fyrir slíka ferðalanga en það er staðsett á miðju Langanesinu og um 15 km frá Þórshöfn. Mirjam Blekkenhorst er hollensk kona sem búið hefur á Íslandi í 30 ár og talar hún reiprennandi íslensku. Hún og maður hennar, Sverrir Möller, hafa selt gistingu á Ytra Lóni síðan árið 1998.

Að sögn Mirjam eru erlendir ferðamenn í meirihluta gesta á Ytra Lóni en Íslendingum fer þó töluvert fjölgandi:

„Hingað koma margir sem búa á Húsavík, Akureyri og Egilsstöðum í helgarferðir til að skoða Langanesið. Einnig koma gönguhópar hingað, kannski hópar sem ganga á Hornstrandir eitt árið og á Langanesið það næsta. Þá geri ég þeim gjarnan hagstæð tilboð. Auk gistingar og veitinga er leiðsögn í boði og sumir hópar þiggja leiðsögn einn dag en eru að öðru leyti á eigin vegum,“ segir Mirjam.

Í boði eru ferðir á Land Rover bíl um Langanesið sem einnig geta hentað ferðalöngum sem gista ekki. En gönguferðir með leiðsögn eru partur af gistipakkanum. Að sögn Mirjam er oftast hægt að panta gistingu á Ytra Lóni með frekar litlum fyrirvara. Veitingar eru innifaldar fyrir þá sem það vilja en margir komast af án þeirra.

„Þetta eru alls níu stúdíóíbúðir sem hver um sig rúmar ágætlega 2-4 manneskjur, t.d. par eða fjögurra manna fjölskyldu. Í hverri íbúð er baðherbergi og lítið eldhús. Því hefur fólk allt til alls og margir kjósa að elda bara sjálfir og vera út af fyrir sig, þá getur verið gaman að kaupa lambakjötið frá Ytra Lóni og grilla,“ segir Mirjam. Stutt er í matvöruverslun og aðra þjónustu á Þórshöfn.

Mirjam og Sverrir reka sauðfjárbú á staðnum en auk sauðfjárins eru á bænum hestar, hænur, köttur og fjórir til fimm Border Collie hundar sem hjálpa til við alla vinnu við féð. Dýralífið kryddar dvölina á Ytra Lóni og er gestum til yndis.

Fram hjá bænum rennur vinsæl silungsá, Lónsá, en veiðileyfi í hana eru pöntuð á veiditorg.is.

Hægt er að panta gistingu eða afla sér frekari upplýsinga á vefnum ytralon.is en einnig með tölvupósti á netfangið mirjam@ytralon.is eða í síma 846 6448. Þess má geta að enn eru nokkur laus pláss í Langanesferðina 1.-5. júlí næstkomandi. Það er gönguferð um friðsæla byggð sem var og eyðiþorp með mikla sögu, um lífleg fuglabjörg og út á ysta odda Langaness. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband og tryggja sér pláss.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum