fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fókus

Bæjarstjóri Grindavíkur flytur frá Grindavík: Valið var einfalt, segir Róbert

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 29. ágúst 2016 18:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Grindavíkur, er fluttur úr Grindavík. Róbert hefur verið bæjarstjóri í Grindavík frá árinu 2010 en áður var hann bæjarstjóri í Vogum.

Róbert greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir að eðlilega finnist mörgum þetta nokkuð fjarstæðukennt, en valið hafi í raun verið einfalt.

„Eðlilega finnst mörgum þverstæðukennt að ég hvetji fólk til þess að búa í Grindavík á sama tíma og ég flyt sjálfur úr bænum. Mínar aðstæður eru hinsvegar þannig að börnin mín og konan sem ég elska búa á höfuðborgarsvæðinu. Þegar valið stendur milli þess að vera nálægt vinnunni, eða þeim sem ég elska, þá er svarið einfalt,“ segir hann.

Hann segir í færslunni að honum hafi liðið mjög vel í Grindavík. Þar hafi hann meðal annars átt gott hús og góða nágranna.

„Ég hef tekið virkan þátt í samfélaginu, sem foreldri í skóla- og íþróttastarfi, sem stuðningsmaður og almennt sem íbúi. Ég mun sakna þess að búa í Grindavík. Ég hef undanfarin 6 ár unnið að því að fjölga störfum í Grindavík, og hvatt eindregið til þess að starfsmenn stofnana og fyrirtækja kjósi að búa í Grindavík,“ segir Róbert og bætir við, að eigin sögn, að það hafi tekist með ágætum.

„Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem ég og strákarnir mínir höfum átt í Grindavík, en veit að okkur mun líka líða vel í borginni. Ég mun eftir sem áður vinna að hagsmunum bæjarins sem bæjarstjóri í Grindavík.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég geri mér 100 prósent grein fyrir því hvernig ég lít út“

„Ég geri mér 100 prósent grein fyrir því hvernig ég lít út“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar