fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Kynning

Engin sumarskerðing á þjónustu Strætó: Næturvagninn brunar áfram og fleiri ferðir seint á kvöldin

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 8. júní 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjónusta Strætó hefur verið aukin frá áramótum og sú aukning heldur áfram inn í sumarið því í fyrsta skipti er nú engin sérstök sumaráætlun Strætó heldur óbreytt áætlun frá vetrinum. Annar hluti þessarar þjónustuaukningar er lengri aksturstími, en tíu leiðir aka til klukkan 01:00 á kvöldin og nætustrætó sem ekur úr miðbænum um helgar.

Næturvagnarnir aka á aðfaranóttum laugardags og sunnudags. Eru það leiðir 101, 102, 103, 105, 106 og 111. Aksturinn er frá því kl. eitt eftir miðnætti og fram á fimmta tímann og fara vagnarnir á klukkutíma fresti. Vagnarnir fara ýmist frá Hlemmi eða Stjórnarráðinu við Lækjargötu og aka út í hverfin, en ekki er akstur frá hverfunum í miðbæinn. Næturstrætó er til að koma sér heim, ekki til að fara út á djammið.

„Næturferðirnar byrjuðu um áramótin en það hafði lengi verið kallað eftir þessu. Þetta er tilraunaverkefni til eins árs og þjónustan er óbreytt út árið,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó.

Mikill áhugi var fyrir næturferðunum í upphafi þó að ekki sé hægt að segja að næturvagnarnir hafi verið kjaftfullir eftir það: „Þetta mæltist vel fyrir og þá ekki síst hjá okkar reglulegu notendum því strætókort gilda í næturvagnana og því er enginn aukakostnaður vegna þeirra fyrir þá sem eru með skírteini. Stakar ferðir kosta hins vegar tvöfalt meira en venjulegt fargjald. Aðsóknin í næturvagnana er töluverð en þó misjöfn eftir leiðum. Við myndum samt gjarnan vilja fá fleiri í þessar ferðir,“ segir Guðmundur.

Engin sumarskerðing

Fáir vita af því að þjónusta Strætó skerðist ekkert í sumar. Er þetta í fyrsta skipti í fjölmörg ár sem engin sérstök sumaráætlun er heldur óbreytt þjónusta frá vetrinum. Guðmundur er afar ánægður með þetta enda margir sem vilji prófa leiðakerfi Strætó þegar veðrið er orðið betra og það skjóti skökku við að fækka þá ferðum.

Vert er einnig að benda á í það að frá áramótum hefur kvöldakstur verið aukinn verulega og á einum tíu ferðum ekur Strætó alveg til eitt á nóttunni. Þessi þjónusta verður áfram óskert í sumar.

Nánari upplýsingar um þjónustuna eru á https://www.straeto.is/ Sjá einnig sérstakar upplýsingar um næturstrætó: https://www.straeto.is/is/upplysingar/notendaupplysingar/naeturakstur-um-helgar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum