fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Sífellt algengara að hælisleitendur reyni að smygla sér um borð til Ameríku

Auður Ösp
Fimmtudaginn 5. október 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítrekað kemur fyrir að hælisleitendur reyni að koma sér um borð í flutningaskip Eimskips á leið til Bandaríkjanna. Dæmi eru um að sömu einstaklingarnar geri til þess ítrekaðar tilraunir þar sem kærur skila engum árangri.

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. Þá kom einnig fram að meðal þeirra sem reynt hafa að smygla sér um borð er drengur undir lögaldri. Seinasta tilraun átti sér stað í gær þegar þrír hælisleitendur reyndu að komast um borð.

Samkvæmt Ólafi William Hand upplýsingafulltrúa Eimskips hefur öryggisgæsla verið efld sérstaklega við þau skip sem eru á leið vestur um haf. Þá bætti hann við að vegna þessara síendurteknu tilrauna væru starfsmenn Eimskips sífellt að sinna einhvers konar landamæraeftirliti en slíkt er skiljanlega ekki í þeirra verkahring.

Séu einstaklingarnir gripnir við að reyna að koma sér um borð eru þeir handteknir af lögreglu og kærðir. Eftir það er þeim sleppt og geta þá reynt það sama aftur. Ólafur gagnrýnir úrræðaleysi í málefnum hælisleitenda hér á landi.

„Ef þeir eru að reyna að komast um borð í skip sem er á leið vestur um haf þá eru þeir búnir að sýna það í verki að þeir vilja ekki vera þarna og þá eigum við bara að senda þá úr landi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu
Fréttir
Í gær

Uppnám í vél Play frá Madrid þegar meint burðardýr veiktist – Urðu að lenda í skyndi í Dublin

Uppnám í vél Play frá Madrid þegar meint burðardýr veiktist – Urðu að lenda í skyndi í Dublin
Fréttir
Í gær

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife

Ein manneskja lét lífið í sprengingu í íbúðarhúsnæði á Tenerife
Fréttir
Í gær

Björn tjáir sig um stöðu Gyllta kattarins og hvort Degi sé um að kenna – „Eins og þegar ég hrasaði á gangstéttarhellu við ráðhúsið fyrir tveimur árum“

Björn tjáir sig um stöðu Gyllta kattarins og hvort Degi sé um að kenna – „Eins og þegar ég hrasaði á gangstéttarhellu við ráðhúsið fyrir tveimur árum“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum í búningsklefa í Reykjavík