fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Flokkar sem gera út á andúð á útlendu fólki bíða afhroð í borginni – met í fylgisleysi

Egill Helgason
Sunnudaginn 27. maí 2018 20:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef nefnt að félagslegar áherslur hafi verið mjög áberandi í borgarstjórnarkosningunum. Allir flokkarnir voru meira og minna á velferðarnótunum. Andrés Magnússon, sem starfar við kosningabaráttu hjá Sjálfstæðisflokknum, sagði beint út í Silfrinu í dag að hjá Sjálfstæðisflokknum hefði þetta verið gert með ráðnum hug. Flokkurinn væri þannig að hlýða kalli tímans.

Það verður svo forvitnilegt að sjá hvernig þetta birtist í stjórn borgarinnar á næsta kjörtímabili. Sama hvaða flokkar taka við völdum í meirhluta þá hljóta félagshyggjusjónarmiðin að verða býsna sterk.

En svo er hópur flokka sem varð ekkert ágengt í kosningunum. Maður skilur reyndar ekki hvers vegna þeir buðu fram þríklofnir. Þetta eru Íslenska þjóðfylkingin, Frelsisflokkurinn og Borgin okkar, Reykjavík. Allir róa þeir á mið útlendingaandúðar. En floppuðu algjörlega.

Íslenska þjóðfylkingin fékk samkvæmt Ríkisútvarpinu minnsta fylgi sem nokkurt framboð hefur hlotið í Reykjavík, 125 atkvæði. Setti semsagt met í fylgisleysi. Frelsisflokkurinn er skammt þar undan með 146  – það voru þeir sem gerðu að leik sínum að stilla bifreið upp fyrir framan blokkina þar sem forsætisráðherrra bjó og góla í gjallarhorn. Frelsisflokkurinn fékk 147 atkvæði.

Þriðji flokkurinn sem bíður algjört afhroð af þessum væng stjórnmálanna er Borgin okkar, Reykjavik. Hann var stofnaður af Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur sem fór inn í borgarstjórn 2014 fyrir Framsóknarflokkinn með miklum yfirlýsingum um mosku í Sogamýrinni. Flokkur hennar fékk 228 atkvæði. Samanlagt eru það slétt 500 atkvæði af þessu tagi til þessara þriggja framboða sem hafa afar svipaða stefnu en náðu samt ekki að bjóða fram saman.

Samkvæmt Rúv eru þetta lökustu úrslit flokka í Reykjavík allt aftur til 1924:

 

 

Íslensk stjórnmál eru ekki ómöguleg, eins og maður heyrir stundum sagt. Ekki ónýt. Við horfum upp á hægriöfgaflokka færast nær völdum í ýmsum ríkjum Evrópu, ekki bara í Austur-Evrópu, heldur líka á Ítalíu. Á Norðurlöndunum hafa þeir heilmikil áhrif. Það líður að kosningum í Svíþjóð og þar eru Svíþjóðardemókratarnir svokallaðir næst stærsti flokkurinn. Það er ekki lengur óhugsandi að þeir geti komist í ríkisstjórn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Atli Þór ráðinn til Pírata

Atli Þór ráðinn til Pírata
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?