fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Kynning

Háskólinn á Hólum – Fiskeldis- og fiskalíffræðideild: Miklir atvinnumöguleikar í hraðvaxandi atvinnugrein

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 26. maí 2018 08:00

Nemendur í verklegum tíma læra að kreista fiska. Mynd: Kári Heiðar Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fiskeldi er hraðvaxandi atvinnugrein í heiminum. Rúmlega helmingur alls fisks sem nýttur er til manneldis kemur úr fiskeldi og aukin fiskneysla framtíðarinnar mun byggja á eldisfiski. Árið 2016 var framleiðsla eldisfisks á Íslandi um 15.000 tonn, sem var 80% aukning frá fyrra ári, og rúmlega 20.000 tonn 2017. Fiskeldið er því í örum vexti hér á landi. Þess má geta að framleiðsla fiskeldisfyrirtækjanna á árinu 2017 samsvaraði um 65 milljónum máltíða. Samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu Þjóðanna (FAO) mun heimsbyggðin þurfa að tvöfalda matvælaframleiðslu sína fyrir árið 2050 til að mæta áætlaðri fólksfjölgun. Fiskeldi og ræktun annarra lagardýra og plantna mun þar gegna lykilhlutverki.

Af þessu leiðir að atvinnumöguleikar í fiskeldi eru miklir og margt að gerast í nýsköpun og tækniþróun. Fiskeldi er hátækniiðnaður þar sem nýjustu tækni er beitt til að koma til móts við þarfir eldislífvera en samtímis er leitast við að hámarka framleiðslu og lágmarka umhverfisáhrif. Vegna þessa flókna samspils er mikil þörf á vel menntuðu starfsfólki í fiskeldi. Nú starfa um 600 manns í greininni hér á landi og fer sá fjöldi hratt vaxandi.

Háskólinn á Hólum hefur boðið upp á nám í fiskeldi frá árinu 1986 og hefur útskrifað um 200 fiskeldisfræðinga á þeim tíma. Flestir þeirra starfa í atvinnugreininni. Árið 2007 færðist námið á háskólastig. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða sambærileg undirbúningsmenntun.

Skólinn býður upp á eins árs diplómanám. Uppbygging námsins er þannig að reynt er að fylgja eftir framleiðsluferli eldisfisksins. Yfirleitt er eitt námskeið um tiltekið umfjöllunarefni kennt í einu og er tvær til sex vikur að lengd. Námið hefst á inngangsnámskeiði þar sem rætt er almennt um fiskeldi og eldisfiska innanlands og á heimsvísu. Að auki er fjallað um grunnþætti þess að starfa og nema við háskóla. Næst er horft til eldisvatnsins og samspil þess við fiskinn sem í því lifir. Að því loknu taka við fjögur námskeið sem fylgja eldisferlinu og byrjað að fjalla um fjölgun fiska, klakfisk, hrogn og hrognatöku. Þá er fjallað um frumfóðrun, meðferð og eldi á seiðum. Næst er fjallað um áframeldi á eldisfiski fram að sláturstærð. Loks er námskeið um slátrun, vinnslu og varðveislu gæða. Til viðbótar eru námsskeið um fisksjúkdóma, forvarnir og hreinlæti, námsskeið um umhverfismál fiskeldis og námskeið um eldisbúnað í fiskeldi. Til viðbótar við þessi námskeið taka nemendur eitt viðskiptatengt námskeið. Náminu lýkur á 12 vikna verknámi í fiskeldisstöðvum.

Nemendur sem lokið hafa náminu undanfarin ár starfa flestir í fiskeldi og sinna þar fjölbreyttum störfum. Margir eru millistjórnendur og stöðvarstjórar hjá eldisfyrirtækjum. Námið nýtist einnig fyrir þá sem hyggja á áframhaldandi nám í greininni eða skyldum greinum, t.d. í sjávarútvegsfræði við HA, líffræði við HÍ eða sérhæfðara nám tengdu fiskeldi, víðsvegar um heiminn. Mikil eftirspurn er hvarvetna eftir menntuðu starfsfólki.

Ítarlegar upplýsingar um námið er að finna á heimasíðu Háskólans á Hólum, holar.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum