fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
FókusKynning

Lín Design – íslensk hönnun:Umhverfisvænar hágæðavörur á hagstæðu verði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 11. maí 2018 18:00

Lín design - kynning

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lín Design á Smáratorgi fagnar eins árs afmæli og  verður af því tilefni með 30% afslátt af öllum vörum til 13. maí í öllum verslunum og vefverslun fyrirtækisins.

„Við hönnum allar okkar söluvörur sjálf og kappkostum að nota eingöngu hágæðaefni og gætum þess að framleiðslan sé umhverfisvæn. Mikil hugsun og vinna býr að baki öllum okkar vörum og við seljum eingöngu hágæðaframleiðslu. Vörurnar eru hannaðar hérna heima af hönnunarteymi okkar en framleiddar í Kína og við heimsækjum verksmiðjurnar þar reglulega til að fylgjast með framleiðsluferlum og gæta þess að okkar kröfur um gæði og umhverfisvæna framleiðslu séu uppfylltar,“ segir Ágústa Gísladóttir, annar eigenda Lín Design. Ágústa rekur fyrirtækið ásamt systur sinni, Guðrúnu Gísladóttur.

„Við leggjum mikla áherslu á íslenska menningu, arfleifð og náttúru í okkar vörum og er markmið okkar að hanna vöru sem gleður og veitir vellíðan. Ný vörulína kemur að jafnaði þrisvar til fjórum sinnum á ári. Flestum vörum Lín Design er pakkað í bómullarumbúðir sem eru endurnýtanlegar. Nýjasta pakkningin okkar er þannig að rúmfötunum er pakkað inn í glæsilegt púðaver (40×40) sem eykur fegurð og notagildi. Eigandinn er því að fá þrjá hluti í rúmið í stað tveggja áður. Eitt af markmiðum okkar er að láta náttúruna njóta vafans og henda engu. Umbúðirnar utan um barnarúmfatnaðinn frá Lín Design eru hannaðar sem dúkkurúmföt. Í rúmfötunum notum 100% pimabómull sem er ein vandaðasta gerð bómullar á markaðnum. Við notum aldrei gerviefni og leggjum alltaf höfuðáherslu á gæði. Sængur og koddar eru úr 100% andadúni, og ekkert fiður, eingöngu vistvænar sængur.“

Kósíföt sem láta þér líða vel

Vellíðan, mýkt og gæði einkenna fatalínuna frá Lín Design. „Þessi föt eru hönnuð með það að markmiði að fólki líði vel í þeim,“ segir Ágústa, en fötin í kósílínunni eru í senn afar þægileg og afskaplega smekkleg. Lín Design býður kósíföt fyrir börn, unglinga og fullorðna af báðum kynjum.

 

Heildverslun

Veigamikill þáttur í starfsemi Lín Design er heildverslunin. „Við seljum mikið til hótela og ferðaþjónustuaðila. Í þeim geira eru sængurnar og sængurverin okkar mjög eftirsótt vegna góðrar endingar, enda mikil gæði í þeim,“ segir Ágústa. Sængurverin eru afskaplega falleg og mynstrin eru sótt í heim íslenskrar náttúru. Fyrirtækjaþjónusta Lín Design þjónustar fyrirtæki með jólagjafir, tækifærisgjafir, hvatagjafir, og við getum látið framleiða og merkja vörur með lógói fyrirtækja og séð um innpökkun á vörum allt eftir óskum fyrirtækja.“

Lín design – kynning

Netfang fyrir þá sem vilja panta úr heildversluninni eða senda fyrirspurn er sala@lindesign.is.

Lín Design er með verslun á Smáratorgi í Kópavogi, í Kringlunni og á Akureyri. Öflug vefverslun er síðan rekin á vefsíðunni lindesign.is og er sent frítt á næsta pósthús hjá viðtakanda.

Viðskiptavinir Lín Design eru ánægðir en Facebook-síða verslunarinnar hefur yfir 43.000 fylgjendur. Lín Design gerði skoðanakönnun meðal þeirra fyrir skömmu og kom í ljós að 95% eru ánægð eða frekar ánægð með vörur fyrirtækisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum