fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024

Hann er kallaður Hulk: Vöðvafjall frá Íran ætlar að ganga frá ISIS

Íraninn Sajad Gharibi er vinsæll á Instagram

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 5. júlí 2016 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann er kallaður Hulk og það ekki að ástæðulausu. Hinn tuttugu og fjögurra ára gamli Sajad Gharibi frá Íran hefur lagt stund á lyftingar um margra ára skeið og hefur árangurinn ekki látið á sér standa.

Nú ætlar Sajad að slást í lið með írönskum hersveitum sem búa sig undir að glíma við hryðjuverkasamtökin ISIS á yfirráðasvæðum samtakanna í Sýrlandi. Sajad er vinsæll í Íran og virkur á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem 127 þúsund notendur fá reglulega fréttir, beint í æð, um það sem gerist í lífi hans.

Það var á þessum vettvangi, Instagram, sem Sajad tilkynnti að hann hyggi á hættuför til Sýrlands í þeim tilgangi að ganga frá ISIS-samtökunum.

Tiltölulega lítið er vitað um einkalíf þessa tuttugu og fjögurra ára vöðvafjalls en baráttan gegn hryðjuverkum og kúgunum af öllu tagi er sögð standa hjarta hans nærri. Hann keppir í lyftingum og er hann sagður hafa náð góðum árangri á því sviði – sem þarf ekki endilega að koma á óvart ef myndir af kappanum eru skoðaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Guardiola hafði ekki hugmynd um hvaða markmaður var á leið til félagsins

Guardiola hafði ekki hugmynd um hvaða markmaður var á leið til félagsins
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Lifir enn á því að Vigdís hafi veifaði henni

Lifir enn á því að Vigdís hafi veifaði henni
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Maguire heimtar breytingar – Á VAR að virka svona?

Maguire heimtar breytingar – Á VAR að virka svona?
433FókusSport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool, Arsenal eða United? – Þetta eru liðin sem forsetaframbjóðendurnir halda með í enska og íslenska boltanum

Liverpool, Arsenal eða United? – Þetta eru liðin sem forsetaframbjóðendurnir halda með í enska og íslenska boltanum
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Játaði á sig skelfilegan glæp í miðju atvinnuviðtali

Játaði á sig skelfilegan glæp í miðju atvinnuviðtali
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hamasliðar voru 20-30 þúsund, en munu sennilega tífaldast – Útrýming þeirra ógjörleg – Hvað gengur Ísrael til?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Hamasliðar voru 20-30 þúsund, en munu sennilega tífaldast – Útrýming þeirra ógjörleg – Hvað gengur Ísrael til?
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta er aldurinn sem við hættum að meðtaka nýja tónlist

Þetta er aldurinn sem við hættum að meðtaka nýja tónlist
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Palmer hafði betur gegn Saka og Haaland

Palmer hafði betur gegn Saka og Haaland