fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

10 góðar leiðir til að láta matvælin endast lengur

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 30. apríl 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið kostnaðarsamt fyrir budduna og heimilisbókhaldið að matvæli lendi í ruslinu. Svo ekki sé nú farið út í hversu mikil matarsóun það er.

Með réttri meðhöndlum má láta matvælin endast mun lengur. Hér eru 10 ráð sem eru einföld og ættu að nýtast flestum heimilum til að draga úr kostnaði við matarinnkaupin.


Geymið engiferrótina í frystinum: Þá er mun auðveldara að rífa hana niður og hún geymist mun lengur.


Lokið fyrir plastpokana:  Skerið toppinn af plastflösku, þræðið pokann í gegn og skrúfið tappann á. Gætið þess að matvaran sé þurr svo raki lokist ekki inni í pokanum.


Vefjið sellerí, spergilkál og kál inn í álpappír: Gerið þetta um leið og komið er heim úr búðinni og matvælin haldast fersk mun lengur.


Leggið eldhúspappír ofan á salatið: Pappírinn dregur í sig raka og salatið geymist mun lengur.


Frystið kryddjurtirnar í ólífuolíu: Hellið ólífuolíu í klakaform og setjið kryddjurtirnar út í. Olían mun draga í sig bragð af jurtunum. Notið eftir þörfum til steikingar.


Geymið kartöflur og epli saman: Eplin koma í veg fyrir að kartöflurnar spíri.


Hendið strax ávöxtum sem eru byrjaðir að rotna: Fylgist vel með hvort ávextirnir séu byrjaðir að skemmast. Mygla dreifir sér hratt og getur valdið því að matvæli sem komast  í snertingu við ónýta ávöxtinn skemmist hraðar.


Vefjið plastfilmu um toppinn á bananaklasanum: Þeir geymast um það bil viku lengur.


Geymið sveppina í pappírspoka: Plast lokar inni raka sem veldur því að sveppirnir mygla.



Frystið eggin ef þau eru að renna út: Takið egg og hrærið saman með gaffli, setjið örlítið salt eða sykur, um það til ½ tsk. fyrir hver 6 egg. Það má frysta þau til dæmis 3 saman í poka sem er algengt magn í bakstri, eða í klakaformi. Einn klaki er svipað magn og eitt lítið egg. Einnig má frysta eggjahvítur og eggjarauður í sitt hvoru lagi. Ef eggjarauður eru frystar er látið örlítið salt eða ½ tsk. fyrir 12–14 eggjarauður. Það þarf ekki salt í eggjahvíturnar, aðeins skella þeim í poka, loka fyrir og setja í frysti.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli