fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Íbúðaverð lækkaði um 0,1% milli mánaða í mars

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 18:00

Reykjavik cityscape in Iceland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,1% í marsmánuði samkvæmt nýútgefnum tölum Þjóðskrár Íslands. Fjölbýli hækkaði í verði um 0,2% í mánuðinum en sérbýli lækkaði hins vegar um 1,1%. Raunverð íbúða lækkaði um 0,6% á milli mánaða.

Áfram hægir á 12 mánaða hækkunartakti íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu. Undanfarna 12 mánuði hefur íbúðaverð hækkað um 7,7% sem er minni árshækkun en mælst hefur síðan í mars 2016. Árshækkun raunverðs íbúða mælist nú um 4,8%, en það er minnsta hækkun sem mælst hefur síðan í febrúar 2016 þegar 12 mánaða hækkun raunverðs var svipuð og nú.

Þó sérbýli hafi nú lækkað í verði annan mánuðinn í röð er 12 mánaða hækkun sérbýlis enn meiri en 12 mánaða hækkun fjölbýlis. Undanfarið ár hefur sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 8,1% en fjölbýli um 7,3%.

594 kaupsamningum um íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu var þinglýst í mars sem er 134 samninga aukning frá mánuðinum á undan og flestir samningar innan mánaðar það sem af er ári, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Þeir voru hins vegar um 18% færri en í sama mánuði árið áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu