fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Eyjan

War og Lee Oskar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 18. mars 2010 22:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Man einhver þessa hljómsveit – War?  Upprunalega var hún kennd við fyrrverandi söngvara Animals, kölluð Eric Burdon’s War, svo hætti hann – og hljómsveitin sló rækilega í gegn með soultónlist sinni sem var blandin fönki og rómönskum áhrifum.

Einn hvítur maður var í hljómsveitinni, munnhörpuleikarinn Lee Oskar sem blæs svo fagurlega í upphafi lagsins hér fyrir neðan.

Það liggur kannski ekki í augum uppi en Lee Oskar er danskur og heitir upprunalega Oskar Levetin Hanson.

Hann flutti til Bandaríkjanna átján ára og gat sér fljótt orð fyrir að vera einn besti munnhörpuleikari í heimi. Síðar fór hann að framleiða munnhörpur sem eru seldar undir nafni hans.

War varð frægust fyrir hljómplötuna The World is a Ghetto, en þar var að finna samnefndan smell og einnig lagið Cisco Kid. Hér er lag af plötu sem kom aðeins fyrr, en það nefnist All Day Music.

Sérstök athygli skal vakin á frábærum danstilþrifum áhorfenda.

[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=hej8x3vc5Xc&feature=related]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?