fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Eyjan

Er hægt að ná einhverri sátt?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 28. mars 2012 16:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur lengi velt því fyrir sér hvort einhvern tíma verði hægt að leiða til lykta deilurnar um kvótakerfið.

Nú eru komnar fram nýjar tillögur frá ríkisstjórninni – þær eru lagðar fram af sjálfum Steingrími J. Sigfússyni, sterka manninum í ríkisstjórninni, og þá hlýtur maður að telja að ætlunin sé að ná þeim í gegn.

Öfugt sem var við tillögur Jóns Bjarnasonar – menn gáfust einfaldlega upp á þeim eftir nokkra daga.

Þeir sem eru æstastir og háværastir og eru með ítrustu kröfurnar eiga sviðið í fjölmiðlunum. Í Mogganum er talað um „þjóðnýtingu útgerðarinnar“ og frá Vestmannaeyjum heyrast raddir um mestu „hamfarir“ sem þar hafi gegngið yfir.

Á hinn vænginn er talað um að verið sé að „festa óréttlæti og mannréttindabrot í sessi“ og um „svik við þjóðina“.

Maður hlýtur að spyrja hverju sé hægt að ná í gegn við þessar aðstæður og hvort það geti talist einhvers konar sátt til frambúðar?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum

María Rut Kristinsdóttir: Á óttaslóðum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?