fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
FókusKynning

Litríkur: Toppgæði og persónuleg þjónusta

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 13. apríl 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Litríkur er málningarþjónustufyrirtæki sem hefur starfað frá árinu 2011. Litríkur kappkostar að bjóða upp á gæðaþjónustu sem jafnast á við stór fyrirtæki í greininni en getur jafnframt veitt mun persónulegri þjónustu þar sem fyrirtækið er lítið:

„Við erum bara sex sem störfum hér, allt ýmist málarameistarar eða -sveinar, og við erum allir íslenskir. Það eru nánast engin takmörk fyrir því hvað við tökum að okkur stór eða smá verkefni því í stærri verkefnum eigum við gott samstarf við aðra málarameistara. Við getum líka veitt heildarlausnir þar sem þarf að gera fleira en að mála, aðallega múrverk og smíðar, því við erum í góðu samstarfi við mjög trausta múrarameistara og húsasmíðameistara. En skilyrði fyrir þessu er þó að verkefnið í heild sé að meirihluta málun,“ segir Gísli Guðmundsson, málarameistari og annar eigandi Litríks, en hinn eigandinn er Daði Már Ingvarsson.

Fagfélögin vernda verkkaupanda

Gísli segir mikilvægt að þeir sem þurfa á málningarvinnu að halda leiti til fagmanna og sem tryggi gæði og sé trygging gegn tjóni. „Við hvetjum fólk eindregið til að hafa samband við meistarafélögin sjálf, þau eru öll með heimasíður og bjóða verkkaupendum að óska eftir tilboðum. Málarameistarafélagið er með yfir 100 fullgilda meðlimi með meistararéttindi sem eiga tilkall til ábyrgðarsjóðs félagsins sem í raun styður við bakið á verkkaupanda. Ef verkkaupi er ósáttur við vinnubrögð löggilds félaga getur hann leitað til meistarafélagsins og fengið úttekt á vinnunni. Eftirfylgni innan félagsins er því mjög sterk og menn verða að standa sig.“

Litríkur tekur að sér allt frá málun einbýlishúsa og sumarhúsa einstaklinga upp í þjónustu við húsfélög og lítil og stór fyrirtæki. „Við höfum meðal annars unnið stór verkefni fyrir björgunarsveitirnar og Símann en við vinnum einna mest fyrir húsfélög,“ segir Gísli.

Það er mikið að gera hjá Litríkum allt árið en eðlilega er meira um innanhúsmálun á veturna og utanhússmálun á sumrin. Brátt rennur upp tími utanhússmálunar og nú er verið að vinna úr tilboðum. „Við áskiljum okkur rétt til að ganga úr opnum tilboðum ef við fáum ekki svar innan nokkurra vikna og bóka okkur annars staðar. Frá þessum tímapunkti er það síðan „fyrstur kemur, fyrstur fær“,“ segir Gísli en ljóst er að annasamt sumar er framundan hjá Litríki við að fegra húsin í bænum með fyrsta flokks málningarvinnu.

Litríkur gerir ávallt föst tilboð í verkefni þannig að verkkaupandi hefur heildarupplýsingar um kostnað áður en verk hefst. Tilboðin eru tilboðsbeiðanda að kostnaðarlausu. Áhugasamir hafa ýmist samband í gegnum vefsíðuna litrikur.is eða hringja í síma 554-5544. Ef áhugi er enn fyrir hendi eftir þessi fyrstu kynni mæla Litríkur og verkaupandi sér yfirleitt mót og verkefnið er tekið út og metið. Þannig hefst farsælt samstarf sem endar á því að húseign hefur verið máluð eða henni gerð önnur skil af fagmennsku.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum