Loksins er allt að ganga í gegn svo David Beckham geti stofnað liðið sitt í MLS deildinni. Fjögur ár eru frá því að ferlið hófst og nú er því lokið.
Beckham mun eiga lið í MLS deildinni sem verður í Miami en þetta var kynnt formlega í dag.
Búið er að ganga frá landi fyrir heimavöll félagsins sem fer brátt í byggingu.
Beckham gerði samning við MLS deildina árið 2007 um að geta eignast félag fyrir 25 milljónir dollara. Venjulega þarf að greiða 150 milljónir dollara fyrir slíkt.
Margar stjörnur sendu Beckham kveðju í dag en þar á meðal voru Jay Z, Neymar, Jennifer Lopez og fleiri góðir.
Myndband af því er hér að neðan.