

Liverpool og Roma eru í viðræðum um Allison, markmann Roma en það er Sky Sports sem greinir frá þessu.
Þeir Simon Mignolet og Loris Karius hafa varið mark liðsins að undanförnu en Mignolet er nú alveg dottinn útúr liðinu.
Karius er orðinn aðal markmaður liðsins en hann þykir oft á tíðum mistökur og horfir Jurgen Klopp nú til Alisson hjá Roma.
Hann kom til Rma árið 2016 frá Internacional og hefur slegið í gegn hjá ítalska liðinu.
Roma vill fá 62 milljónir punda fyrir hann en Alisson hefur byrjað 30 leiki fyrir Roma á þessari leiktíð.