

Romelu Lukaku, framherji Manchester United ætlar sér að ljúka ferlinum hjá Anderlecht í Belgíu en þetta tilkynnti hann í dag.
Lukaku kom fyrst til Englands árið 2011 þegar hann samdi við Chelsea en þá var hann 18 ára gamall.
Þaðan fór hann til Everton og loks Manchester United sem keypti hann í sumar fyrir 75 milljónir punda.
„Það var alltaf draumur minn að spila fyrir Anderlecht,“ sagði Lukaku.
„Ég mun snúa aftur til Anderlecht áður en ferlinum lýkur.“
„Ég er ekki bara að segja það, ég lofa því hér með. Ég átti frábæra tíma hjá þessu félagi,“ sagði hann að lokum.