

Erik Lamela, sóknarmaður Tottenham gæti verið á förum til Ítalíu í sumar en það er Mail sem greinir frá þessu.
Inter Milan hefur mikinn áhuga á leikmanninn sem hefur verið óheppinn með meiðsli, undanfarna mánuði.
Hann hefur hins vegar verið að ná sér á strik á nýjan leik og var m.a í byrjunarliði Tottenham gegn Juventus í Meistaradeildinni í vikunni.
Lamela kom til Tottenham frá Roma árið 2013 en enska félagið borgaði 27 milljónir punda fyrir hann.
Leikmaðurinn er metinn á um 22,5 milljónir punda í dag en Mauricio Pochettino er mikill aðdáandi Lamela og er ekki sagður vilja selja hann.
Hann hefur komið við sögu í 17 leikjum með Tottenham á þessari leiktíð þar sem hann hefur skorað 2 mörk og lagt upp önnur 2.