

Yaya Toure segir að bróðir sinn hafi hjálpað sér mikið á ferlinum.
Kolo Toure og Yaya spiluðu saman hjá Manchester City en Kolo lagði skóna á hilluna í fyrra.
„Kolo hefur hjálpað mér mikið í gegnum tíðina,“ sagði Yaya.
„Ekki bara eftir að ég varð atvinnumaður, líka þegar að við vorum litlir strákar,“ sagði hann að lokum.