

Watford tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld klukkan 20:00 og eru byrjunarliðin klár.
Watford hefur ekki gengið vel í undanförnum leikjum sínum en liðið er í ellefta sæti deildarinnar með 27 stig, þremur stigum frá fallsæti.
Chelsea situr sem stendur í fjórða sæti deildarinnar með 50 stig en getur skotist upp í þriðja sætið og upp fyrir Liverpool með sigri í kvöld.
Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.
Watford: Karnezis, Janmaat, Prodl, Mariappa, Deulofeu, Deeney, Richarlison, Doucoure, Zeegelaar, Holebas, Capoue.
Chelsea: Courtois, Azpilicueta, Luiz, Cahill, Zappacosta, Moses, Bakayoko, Kante, Pedro, Hazard, Willian.