fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fókus

Læknar gripu til óvenjulegs ráðs til bjarga lífi agnarsmás fyrirbura

Auður Ösp
Mánudaginn 20. júní 2016 13:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 20 maí síðastliðinn kom Sophia-Rose í heiminn á Borgarspítalanum í Nottingham, eftir aðeins 24 vikna meðgöngu. Hún er einn minnsti fyrirburi sem fæðst hefur og lifað í Bretlandi, en til að halda henni á lífi var gripið til nokkuð óvenjulegs ráðs.

Móðir Sophiu litlu, hin 18 ára gamla Lucy Marie Smith átti svo sannarlega ekki von á því að fá hríðir þegar hún var einungis komin 6 mánuði á leið. Lýsir hún því þannig að hún hafi skyndilega fengið heiftarlega verki og leitaði hún í kjölfarið á sjúkrahús. Læknar tjáðu henni að ekki væri um hríðarverki að ræða og ráðlögðu henni að fara heim í heitt bað, sem hún gerði. Nokkrum klukkutímum seinna fór henni að blæða og leitaði aftur á sjúkrahúsið þar sem hún var lögð inn.

Lýsir hún því þannig að hún hafi skyndilega fundið hjá sér mikla rembingsþörf og kom Sophie Rose í heiminn klukkan tvö um nóttina þann 20 maí. Hún vó einungis tæp 450 grömm og þurfti því hafa hraðar hendur og koma henni fyrir í öndundarvél. Réttilega hefði Sophie ekki átt að fæðast fyrr en 9.september.

Hitstig litla líkamans rokkaði upp og niður og brugðu læknar á það ráð að vefja litlu stúlkunni inn í bóluplast áður en þeir komu fyrir í hitakassa til að halda henni heitri. Var foreldrum hennar tjáð í fyrstu að líklega væru aðeins 20 prósent líkur á að Sophie myndi halda lífi, enda fékk hún heilablæðingu og þróaði með sér krónískan lungasjúkdóm.

Hún er enn í dag í öndunarvél og hefur háð hetjulega baráttu fyrir lífi sínu sem birðist ætla að takast, þrátt fyrir spár læknanna. Vonast foreldrar hennar að þeir geti fengið hana heim fyrir jól og segjast þau verafullviss um að það hafi bjargað lífi hennar að vera vafin inn í bóluplast.

„Auk þess fæddist hún í líknarbelgnum, sem á að vera mikið gæfumerki. Hún hefur svo sannarlega þurft á þessari gæfu að halda,“ segir Lucy Marie og bætir við: „Það er mikil barátta fram undan hjá henni en hún er algjör nagli.“ Þá segir faðir Sophie, Dad Luke að litla dóttir hans sé með eindæmum sterk. „Draumurinn er að geta farið með hana heim. Ég get ekki beðið eftir að breiða yfir hana í hennar eigin rúmi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Í gær

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið