fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fókus

Halla lenti í hrakningum í Bandaríkjunum: Endaði á sjúkrahúsi eftir árás rasista

Auður Ösp
Þriðjudaginn 31. maí 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þeir spurðu hvað þetta hvíta fólk væri að gera þarna með þessum svörtu mönnum og við tókum einfaldlega upp hanskana að íslenskum sið,“ segir forsetaframbjóðandinn Halla Tómasdóttir um leið og hún rifjar upp eftirminnilega lífsreynslu sem hún varð fyrir þegar hún var búsett í suðríkjum Bandaríkjanna.

Í samtali við Brennsluna á FM957 í morgun rifjaði Halla upp þegar hún var framkvæmdastjóri fótboltaliðs í Alabama. Sá hún þar meðal annars um að sækja fótboltamenn erlendis frá, meðal annars Íslandi, Norðurlöndunum og Bretlandi. Einn af þeim sem spiluðu með liðinu var Guðjón Skúlason og eitt kvöldið komust þau Halla í hann krappan.

„Við vorum úti með körfulboltaliðinu og þeir voru margir svartir. Það voru miklir fordómar í suðurríkjunum á þessum tíma og þetta var seint um kvöld. Þeir spurðu hvað þetta hvíta fólk væri að gera þarna með þessum svörtu mönnum og við tókum einfaldlega upp hanskana að íslenskum sið,“ segir Halla.

„Það næsta sem við vissum lágum við bæði rotuð og enduðum á spítala eftir að hafa verið lamin af einhverjum suðurríkjamönnum sem líkaði ekki við okkur,“ bætir hún því næst við en greina mátti þó að hún brosir í kampinn yfir þessari óvenjulegu lífsreynslu.

„Þannig að ég lenti í ýmsum ævintýrum þarna í suðurríkjunum. Lærði sitthvað um fordóma.“

Hægt er að hlusta á viðtalið við Höllu hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“
Fókus
Í gær

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvar er draumurinn? – Lög Sálarinnar á leiðinni á hvíta tjaldið

Hvar er draumurinn? – Lög Sálarinnar á leiðinni á hvíta tjaldið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Opinberaði kyn fjórða barns síns – Þakkaði staðgöngumóðurinni fyrir í sjaldgæfu viðtali um fjölskyldulífið

Opinberaði kyn fjórða barns síns – Þakkaði staðgöngumóðurinni fyrir í sjaldgæfu viðtali um fjölskyldulífið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gríma og Skúli orðin hjón

Gríma og Skúli orðin hjón