
Það kom margt áhugavert fram í þættinum, sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotif, en í spilaranum hér að neðan notar hún orkustangirnar frægu til að svara nokkrum spurningum.
Ellý sló í gegn með orkustöngunum í sumar. „Ég hef aldrei upplifað annað eins og þetta var ekki fyrirsjáanlegt af minni hálfu,“ segir Ellý brosandi.
Ellý fékk stangirnar að gjöf í Ameríku. „Konan sem lét mig fá þetta rauða umslag utan um stangirnar sagði að þetta væri gjöf til mín og ætti eftir að breyta einhverju, sem það gerði. Ég ákvað að prófa þetta, setti þetta á TikTok og þar tók unga fólkið við þessu.“
Hér eru spurningarnar sem við spurðum Ellý, en ef stangirnar leita inn á við þá er svarið: Já. Ef þær leita út á við er svarið: Nei. Það er skemmtilegra að horfa á Ellý nota stangirnar í spilaranum hér að ofan, en hér að neðan má sjá svör við nokkrum spurningum:
Verður veðrið um verslunarmannahelgina 2026 gott? Já.
Verður óveður um verslunarmannahelgina árið 2026 eins og í fyrra? Nei.
Verður vindasamt sumarið 2026? Nei.
Verður sumarið á Íslandi árið 2026 sólríkt? Já.
Lækka vextirnir á Íslandi í sumar? Já.
Verða alþingiskosningar næsta haust árið 2026? Já.
Kemur Miðflokkurinn sterkur inn, árið 2026? Já.
Verða Valkyrjurnar við völd árið 2026? Nei.
Mun Áslaug Arna snúa aftur? Já.
Er að koma meiri hægristjórn í næstu kosningum árið 2026? Já.
Mun einhver Íslendingur vinna stóra pottinn í EuroJackpot? Já.
Verður auðveldara fyrir ungt fólk að kaupa sér íbúðir? Já.
Verða Íslendingar ánægðir með árangur Íslands í HM í janúar? Nei.
Fylgdu Ellý á Instagram og TikTok.
Lesa meira um áramótaspá Ellýjar Ármanns:
Slæm tíðindi fyrir Valkyrjustjórnina