fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Fókus

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: Við erum hrædd en við stöndum saman

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 25. desember 2025 11:00

Spákonan og flugfreyjan Ellý Ármanns er gestur vikunnar í Fókus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spákonan og flugfreyjan Ellý Ármanns er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV, og jafnframt mætt þriðja árið í röð í sérstakan áramótaþátt þar sem hún spáir fyrir þekktum einstaklingum, íslensku samfélagi og öllu þar á milli. Það kom margt áhugavert fram í þættinum, en samkvæmt Ellý verða miklar breytingar í stjórnmálum, meðal annars mun ný ríkisstjórn taka við í haust og nefnir hún einn flokk sem verður við völd.

Horfðu á þáttinn með Ellý hér að neðan, þú getur einnig hlustað á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum. Textabrot úr þættinum má lesa hér að neðan þar sem Ellý spáir fyrir íslensku samfélagi og gerir upp árið sem er á enda.

video
play-sharp-fill

Það er óhætt að segja að árið 2025 hafi verið frekar stormasamt í íslensku samfélagi, það var ýmislegt þungt og neikvætt í umræðunni, en líka ljósir punktar. Við báðum Ellý um að gera upp árið og spurðum: Hvernig er sálartetur þjóðarinnar í lok árs?

„Árið 2025, við erum mjög viðkvæm. Og það má varla hósta á okkur og þá tökum við því ótrúlega nærri okkur. Þetta á við um kyn eða hvorugkyn eða hvað sem maður er. Allir svakalega viðkvæmir. Ég veit ekki hvort þú hefur tekið eftir því. En árið 2025, það er árið þar sem er verið að undirbúa okkur fyrir 2026. Þar sem styrkur, hugrekki, áræðni, staðfesta, einkennir Ísland og Íslendinga. Við erum sterkari og við tökum ekki eins mikið nærri okkur. Undirmeðvitund landsins, orkan okkar, hún einkennist ekki af ótta eða fórnarlambaorku. Það er svolítið svona viðkvæmni: „Af hverju ertu að segja að ég sé þetta, ég er ekki þetta.“ Þannig að það er styrkurinn sem er mjög áberandi – árið 2026, 6 + 2 + 2, það er talan 10 samtalan af árinu. Sem er nýtt upphaf. Þetta er eins og í Matrix, 0, 1, 1, 0. Þetta er orkan. Þetta eru hugsanir okkar og tilfinningar og samskipti,“ segir Ellý og heldur áfram:

„Það er mikilvægt að við séum meðvituð um að við megum ekki hafa of miklar áhyggjur, þá drögum við að okkur áhyggjur. Við þurfum að sjá ljósið við handa gangsins, einblína á útkomuna. Þá kemur hún til okkar á ljóshraða. En við stöndum saman, eins og alltaf.“

Ellý segist hafa engar áhyggjur. „Ég hef engar áhyggjur af neinu hérna heima. Þvílíkt frelsi að búa hér og við erum mjög sátt við það. Og við erum ánægð, okkur líður vel.“

Vatnið heilar okkar

Ellý spáir því að það verði mikið um sánugusur og gufur á nýju ári.  „Það er eitthvað trend komið sem er svona gufu, allir eru að fara í gufu. Þetta á eftir að vaxa og verða meira og stærra. Af því að vatnið og gufan, þar sem við getum ekki haft símana, þó þeir séu vatnsheldir, þá er þetta eitthvað sem landinn á eftir að stökkva á. Og bara baða sig í vatni og gufu og þetta heilar okkur.“

Ellý segir einnig að reiðin og hatursumræðan sem hefur verið hávær í ár muni minnka á næsta ári.

„Hatur og reiði er náttúrulega bara ótti. Óöryggi. Við erum hrædd. Og þarna verða skipti, þetta verður í þriðja mánuði árið 2026, þetta verður í mars. Og þá lægja öldurnar í hatursorði og umræðu og ljósið tekur yfir og við erum jákvæð og bjartsýnin og stöndum saman.“

En Ellý segir að þetta sé ekki alveg búið, fyrst förum við yfir áramótin og það verður ekki fyrr en í mars að við tökum eftir því að eitthvað sé að breytast til hins betra.

Horfðu á þáttinn með Ellý hér fyrir ofan eða hlustaðu á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum. Fylgdu Ellý á Instagram og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Besti tími ársins“

Vikan á Instagram – „Besti tími ársins“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sænsk hefð vekur athygli og er talin vera góð leið til að fyrirbyggja kulnun

Sænsk hefð vekur athygli og er talin vera góð leið til að fyrirbyggja kulnun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tvíburarnir fagna fjórtán árum með kærastanum sem þær deila – Bregðast loks við spurningunni sem allir vilja vita

Tvíburarnir fagna fjórtán árum með kærastanum sem þær deila – Bregðast loks við spurningunni sem allir vilja vita
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rithöfundurinn Bjarni Bjarnason strauk að heiman í æsku – „Löggan talaði við okkur og gaf okkur snúð“

Rithöfundurinn Bjarni Bjarnason strauk að heiman í æsku – „Löggan talaði við okkur og gaf okkur snúð“
Hide picture