fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Magnús baunar á Skagamenn fyrir athæfi sitt – „Mér fannst þetta ekki góð hegðun“

433
Laugardaginn 6. desember 2025 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Már Einarsson, þjálfari karlaliðs Aftureldingar, mætti til Helga Fannars Sigurðssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni hér á 433.is.

Afturelding féll úr Bestu deildinni sem nýliði í sumar, en var í séns allt fram í lokaumferð. Þar mætti liðið ÍA í Akraneshöllinni, þurfti að sigra og treysta á jafntefli milli Vestra og KR fyrir vestan.

video
play-sharp-fill

„Það var alltaf trú og við byrjuðum leikinn vel. Það er mjög skrýtið að þurfa að treysta á jafntefli. Því miður þá held ég að þegar líða tók á leikinn hafi leikmenn verið meðvitaðir um hvað var í gangi á Ísafirði,“ sagði Magnús.

„Það hjálpaði ekki til að í fyrri hálfleik ákvað vallarþulurinn að lesa upp úrslit úr einum öðrum leik, þeim sem var á Ísafirði. Í raun viljandi til að draga máttinn úr okkur.

Mér fannst það skrýtið, ég hef ekki heyrt menn mikið lesa úrslit í öðrum leikjum og hvað þá taka einn leik fyrir. Mér fannst þetta ekki góð hegðun en þeir mega eiga þetta við sig að spila þetta svona, við munum mætast aftur,“ bætti hann við beittur.

Nánar í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rekinn úr vinnu á sama tíma og hundurinn hans hvarf

Rekinn úr vinnu á sama tíma og hundurinn hans hvarf
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Yfirmaðurinn færir Chelsea vondar fréttir

Yfirmaðurinn færir Chelsea vondar fréttir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eiginkonan vill flytja í stórborg sem setur framtíð hans í uppnám

Eiginkonan vill flytja í stórborg sem setur framtíð hans í uppnám
Hide picture