fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

Fyrrverandi eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar allt annað en sáttur með Mannlíf – „Fyrirgefið, þetta er bara ofbeldi“

Fókus
Miðvikudaginn 26. nóvember 2025 15:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tap var á rekstri pítsakeðjunnar Pizzan ehf. Frá þessu greindi Viðskiptablaðið í gær. Mannlíf hefur nú birt frétt um málið en fyrirsögnin hefur vakið reiði. Þar er eiginkona eiganda Pizzunnar í aðalhlutverki þrátt fyrir að hafa ekkert með reksturinn að gera.

Fyrirsögnin er: „Eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar heldur áfram að tapa peningum“ en eigandi fyrirtækisins er Ólafur Friðrik Ólafsson, eiginmaður söngkonunnar Jóhönnu Guðrúnar. Mannlíf vísaði einnig í frétt sína sem birtist fyrr í þessum mánuði um að Jóhanna og Ólafur hefðu gert með sér kaupmála þegar þau gengu í það heilaga í sumar.

Fyrrverandi eiginmaður Jóhönnu, Davíð Sigurgeirsson, gagnrýnir fréttina í athugasemdakerfi Facebook. Þar skrifar hann: „Fyrirgefið, þetta er bara ofbeldi. Bæði greinin varðandi kaupmálann og svo þetta. Mannlíf takið ykkur tak!“

Fleiri taka undir með Davíð í athugasemdum:

„Og öllum kemur það við hallærisleg frétt“
„Einkennileg fréttamennska“
„Og hvað er verið að blanda henni í þetta? ég bara spyr.“
„Frekar hallærislegt að flagga Jóhönnu við gerð þessarar fréttar. Hún kemur ekki nálægt þessum pizzastað.“
„Er þetta ekki persónuverndarmál?“

Jóhanna Guðrún hefur áður orðið fyrir barðinu á fjölmiðlum og vakti það gífurlega athygli þegar fjallað var um einkalíf hennar þann 5. nóvember árið 2021. Tveimur mánuðum áður, í september, var greint frá því að Jóhanna og Davíð væru skilin að borði og söng. Þann 5. nóvember birtust svo þrjár fréttir á mbl.is. Sú fyrsta var um að Jóhanna hefði gefið út nýtt lag. Tveimur tímum síðar kom frétt að hún væri komin með nýjan kærasta. Þremur tímum eftir það kom frétt um að hún ætti von á barni með nýja kærastanum. Degi síðar birti miðillinn svo frétt um að einbýlishús Jóhönnu og fyrrverandi eiginmanns hennar væri komið á sölu.

Jóhanna opnaði sig seinna um þennan dag. Hún sagðist ekki erfa það við fjölmiðla að fjalla um að hún væri komin með nýjan kærasta, en hún hefði sjálf viljað fá tækifæri til að opinbera þungun sína. Hún hafði ætlað að bíða þar til hún væri gengin 20 vikur með að opinbera þetta og hafði ekki einu sinni sagt dóttur sinni að von væri á litlu systkini. Hún upplifði fréttina sem innrás í einkalíf sitt.

„Ef það er eitthvað sem ég hef lært, því miður, að í þessum geira sem ég er í þá verður maður svolítið bara að kyngja því að maður á sér ekkert „privacy“. Þetta var samt alveg pínu áfall fyrir mig, að þetta skyldi vera tilkynnt án þess að einhver reyndi einu sinni að hafa samband við mig,“ sagði Jóhanna í viðtali við Vísi og bætti við:

„Ég þurfti að hringja í frístundaheimilið hjá dóttur minni og segja henni þetta í símanum af því að fólk var byrjað að blaðra um þetta úti um allt. Þetta finnst mér ljótt. Ég skildi fréttirnar um mig og Óla, ég vissi að það kæmi fyrr eða síðar. En ég hef aldrei séð áður fjölmiðil gera þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Simmi á leið í áfengismeðferð – „Ég var að nota áfengi sem flóttaleið“

Simmi á leið í áfengismeðferð – „Ég var að nota áfengi sem flóttaleið“
Fókus
Í gær

Segir að Díana prinsessa hafi verið beitt grófum blekkingum og að viðbrögð BBC hafi leitt til dauða hennar – „Afleiðingarnar voru banvænar“

Segir að Díana prinsessa hafi verið beitt grófum blekkingum og að viðbrögð BBC hafi leitt til dauða hennar – „Afleiðingarnar voru banvænar“