fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Nefnd á vegum ensku deildarinnar kveður upp áhugaverðan dóm um Van Dijk markið

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 15. nóvember 2025 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákvörðun að dæma mark Virgil van Dijk ógilt gegn Manchester City var röng, samkvæmt mati úrvalsdeildarinnar Key Match Incidents Panel.

Van Dijk jafnaði metin með skallamarki, en það var dæmt af þar sem Andy Robertson var sagður rangstæður og truflað markvörðinn Gianluigi Donnarumma.

Liverpool mótmælti ákvörðuninni formlega við dómarasamtökin PGMOL, þar sem félagið taldi atvikið ekki uppfylla skilyrði reglanna um rangstöðu.

Eftir endurskoðun komst úrvalsdeildarnefndin sem samanstendur af fyrrverandi leikmönnum, þjálfurum og fulltrúum úrvalsdeildarinnar og PGMOL að því að rangt hafi verið að dæma markið af.

Nefndin tók þó fram að rétt hafi verið að láta VAR-nákvörðunina á vellinum standa þar sem um huglægt mat hafi verið að ræða.

Aðdáendur Liverpool voru reiðir yfir ákvörðuninni og bentu á að Robertson hafi ekki staðið fyrir framan Donnarumma, sem hefði haft skýra sjónlínu að boltanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rauða spjald Ronaldo sett í nýtt samhengi – Sjáðu myndbandið

Rauða spjald Ronaldo sett í nýtt samhengi – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Viðar Örn sagður skrifa undir á næstu dögum – „Held að Heimir geti alveg blásið lífi í hann“

Viðar Örn sagður skrifa undir á næstu dögum – „Held að Heimir geti alveg blásið lífi í hann“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fékk skilaboð um að hann geti gleymt því að fara frá United í janúar

Fékk skilaboð um að hann geti gleymt því að fara frá United í janúar
433Sport
Í gær

Þjálfari Portúgals kennir Heimi um rauða spjaldið

Þjálfari Portúgals kennir Heimi um rauða spjaldið
433Sport
Í gær

KA staðfestir komu Diego Montiel

KA staðfestir komu Diego Montiel