fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fókus

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 9. nóvember 2025 12:00

Guðríður, Gurrí, Haraldsdóttir. Mynd: Aðsend.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðríður Haraldsdóttir, eða Gurrí, eins og við þekkjum hana best er mikill bókaunnandi og hefur unnið við prófarkalestur bóka árum saman. Gurrí var áður blaðamaður Vikunnar og útvarpskona, lengst af á Aðalstöðinni.  Gurrí flutti fyrir rétt rúmu ári frá Akranesi til höfuðborgarinnar og unir sér vel við lestur bóka og prófarkalestur, auk sem sem hún kennir útlendingum íslensku hjá Dósaverksmiðjunni.
Gurrí er lesandi DV.

Hvaða bók/bækur ertu að lesa núna?

Ég er komin með báðar nýju bækurnar eftir Nönnu Rögnvaldardóttur og var að byrja á Mín er hefndin sem lofar virkilega góðu. Svo vind ég mér í hina, Flóttinn á norðurhjarann, sem hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár.

Hvaða bók laukstu við síðast og hvernig fannst þér hún?

Ég var að klára Alfa eftir Lilju Sigurðardóttur, hún er rosalega skemmtileg … og óvænt.

Hefurðu nýlega gefist upp á að lesa einhverja bók eða hefurðu lesið einhverja bók nýlega sem stóðst ekki væntingar?

Ekki nýlega, en ég varð eiginlega öskureið þegar ég las bókina Móðir í hjáverkum (Alison Pearson). Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum sem ættu, samkvæmt bókinni, að hunskast til að vera heima hjá börnunum og gleyma öllum metnaði í starfi, annars hrekja þær eiginmanninn frá sér.

Hvar finnst þér best að lesa og er einhver tími dags betri en annar?  

Ég byrjaði að hlusta á bækur fyrir örfáum árum. Á meðan ég elda mat, brýt saman þvott, ferðast með strætó og bý mig undir að sofna er æðislegt að hlusta á sögu. Ég kveiki sjaldan á sjónvarpi, horfi helst á Kiljuna og Gísla Martein, og finnst kvöldin mun skemmtilegri með bók í hönd/eyra.

Manstu eftir hvaða bók var lesin fyrst fyrir þig sem barn og/eða sem þú last sjálf sem barn?

Ég varð fljótt læs og eftir það óstöðvandi. Ég beið í biðröð fyrir utan Bókasafn Akraness flesta daga en fékk á þeim tíma bara að taka tvær bækur á dag sem var ekki nóg en samt tókst mér að „klára“ barnadeild safnsins í kringum tíu, ellefu ára og fór þá beint í Theresu Charles og Barböru Cartland, enn aðeins tvær á dag. Það endaði með að ég fór að lesa gömlu bækurnar hennar mömmu sem reyndust vera afar skemmtilegar; til dæmis Beverly Gray- og Rósu Bennett-bækurnar og Snjallar stúlkur (Bíómyndin Home, Sweet Homicide frá 1946 var gerð eftir henni, eða öfugt). Var alltaf sílesandi, líka heima hjá öðrum ef ég komst upp með það. Ég er orðin vel 60 plús en ellifjarsýni enn ekki byrjuð hjá mér, skilst að það sé vegna mikils lesturs án gleraugna sem er góð þjálfun fyrir augun.

Eru einhverjar bækur sem þú getur ekki beðið eftir að lesa?

Allt sem við hefðum getað orðið eftir Sif Sigmarsdóttur, Ísbirnir eftir Sólveigu Pálsdóttur, Tál eftir Arnald Indriðason, Skólastjórinn eftir Ævar Þór Benediktsson, Þegar múrar falla, eftir Hörð Torfason og fleiri og fleiri af komandi jólabókum. Já, og það vantar sárlega bókasafn í Holtagarða!

Áttu þér uppáhaldsbækur sem þú jafnvel lest aftur og aftur?

Já, þær eru margar og mismerkilegar. Þar sem ég les hratt gleymi ég frekar og get því notið þess að lesa sömu bækurnar margoft.

Áttu þér uppáhaldshöfunda?

Þau sem koma fyrst upp í hugann … í stafrófsröð: Anna Ólafsdóttir Björnsson, Auður Haralds, Guðrún Eva Mínervudóttir, Ingólfur Eiríksson, Jónína Leósdóttir, Lilja Sigurðardóttir, Nanna Rögnvaldardóttir, Ragnar Jónasson, Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Sigríður Pétursdóttir, Stephen King, Þórdís Gísladóttir, Ævar Örn Jósepsson og fleiri, ég er örugglega að gleyma einhverjum.

Hvaða bækur hafa haft mest áhrif á þig og hvers vegna?

Þessar kannski helstar: Bréf frá jörðu (Mark Twain), Málsvari myrkrahöfðingjans (Morris West), Íslandsklukkan (HKL), Gísla saga Súrssonar, Bjargvætturinn í grasinu (Salinger), Svo fór ég að skjóta (Mark Lane), Birtíngur (Voltaire). Sumar voru bara dásamlegar, aðrar vöktu mig til umhugsunar og einhverjar náðu hreinlega að breyta heimsmynd minni.

Hvaða bækur ættu allir að lesa?

Ég held mikið upp á ljóð Þórdísar Gísladóttur, mæli með bókunum hennar, hún er fyndin og beitt og hefur skemmtilega sýn á tilveruna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Get ekki fólk sem segir að það sé ekki bakslag“

„Get ekki fólk sem segir að það sé ekki bakslag“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi kemur Baltasar til varnar – Segir Símon vera að hefna sín með þessum skrifum

Bubbi kemur Baltasar til varnar – Segir Símon vera að hefna sín með þessum skrifum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“