fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fókus

„Get ekki fólk sem segir að það sé ekki bakslag“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 6. nóvember 2025 07:30

Páll Óskar Hjálmtýsson, Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson segist finna fyrir bakslaginu á eigin skinni í samtaliþeirra Einars Bárðarsonar í hlaðvarpi þess síðarnefnda, Einmitt. Í frétt hér á DV.is í síðustu viku lýsti hann því að hafa fengið taugaáfall eftir að hafa komist að því að ástvinur hans, dragdrottningin Heklína, hafði verið myrt í London árið 2023.

Sjá einnig: Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Hann lýsir því mjög einlægt hvernig hann upplifir bakslag í málaflokki hinsegin fólks. Páll Óskar gerir það líka að umræðuefni hvernig hann upplifi alltof margt listafólk velja hlutleysi og það þori ekki að standa upp í hárinu á fasistabyltingunni úti í heimi. „Á svona tímum, á fasistatímum, þá geturðu ekki verið neutral. Þú getur ekki verið hlutlaus.“

Páll Óskar talar um djúpa reiði gagnvart þögninni og hlutleysi í menningarlífinu, og segist ekki skilja hvernig stórir listamenn úti í heimi geti staðið hjá þegar frelsi og mannréttindi séu í hættu.

„Og ef þú ert listamaður sem hefur þörf fyrir að tjá þig – þá verðurðu að gera það. Stærstu stjörnurnar úti í heimi þora ekki, og mér finnst það fokking hryllilegt að horfa upp á.

Ég get ekki fólk sem segir að það sé ekki bakslag. Ég bara get það ekki. Þegar fólk úti í bæ, sem er ekki að upplifa þetta á eigin skinni, reynir að gera lítið úr því eða draga það í efa, þá er það nákvæmlega það sem hrekkjusvínið í bekknum gerir – það plant­ar efasemdum, þannig að þú þorir ekki lengur að mæta. Þannig að þetta er ekki grín. Þetta fólk er að leika sér að eldinum. Þetta endar með ósköpum.”

Þannig segir hann að þessar tilfinningar allar hafi orðið að eldsneyti í nýrri plötu sem hann gaf út með Benna Hemm Hemm, sem ber nafnið Alveg. Plata sem hefur fengið fádæma góð viðbrögð bæði hlustenda og gagnrýnenda og margir eru að tala um að hljóti að eiga sterkt tilkall til tilnefningar í Plötu ársins.

Hlaðvarpsþátturinn Einmitt með Einari Bárðarsoni er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Þáttinn í heild sinni má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þekktu Íslendingarnir sem eru næs – Og hinir sem eru það ekki

Þekktu Íslendingarnir sem eru næs – Og hinir sem eru það ekki
Fókus
Í gær

Endurskapar málverk föður síns

Endurskapar málverk föður síns