
Ástæðan er sú að móðurfélag fyrirtækisins er kínverska tæknifyrirtækið TP-Link Technologies og eru Bandaríkjamenn sagðir óttast njósnir af hálfu Kínverja.
Washington Post greinir frá þessu og segir að nokkrar alríkisstofnanir í Bandaríkjunum hafi stutt hugmyndina, þar á meðal innanríkisráðuneytið, dómsmálaráðuneytið og varnarmálaráðuneytið. Lokaákvörðun um málið verður þó í höndum viðskiptaráðuneytisins.
Forsvarsmenn TP-Link Systems fullyrða að reksturinn í Bandaríkjunum sé algjörlega óháður og Kínverjar hafi enga aðkomu að þeim netbeinum sem framleiddir eru í Kaliforníu.
Sagði fyrirtækið í yfirlýsingu að allar neikvæðar aðgerðir gegn TP-Link Systems hefðu engin áhrif á Kínverja en myndu skaða bandarískt fyrirtæki og starfsmenn þess verulega.
Bendir fyrirtækið á að aðeins bandarískir verkfræðingar geti uppfært netbeina í Bandaríkjunum.
TP-Link er fyrirferðamikið á bandarískum markaði og er talið að þriðjungur af öllum netbeinum í umferð þar í landi séu framleiddir af fyrirtækinu, að því er segir í frétt Washington Post.