fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. október 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli einhverra að Emilía Kiær Ásgeirsdóttir hafi farið á punktinn og skorað þriðja mark Íslands gegn Norður-Írlandi í gær. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari var spurður út í þetta eftir leik.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir gerði glæsilega í að vinna vítið og Emilía fór á punktinn og skoraði af öryggi, hennar fyrsta landsliðmark í tíunda landsleiknum.

„Mér fannst gott að láta Emilíu taka vítið, gott að koma inn fyrsta markinu sínu,“ sagði Þorsteinn.

Thelma Karen Pálmadóttir, leikmaður FH, lék þá sinn fyrsta landsleik aðeins 17 ára gömul. Líkt og Emilía kom hún inn á sem varamaður.

„Ég vildi gefa Thelmu mínútur. Ég þurfti að velja milli þriggja nýliða og fleiri en ég fór þessa leið og ég held að það hafi verið gott móment að gefa henni fyrstu mínúturnar á heimavelli. Hún var flott eftir að hún kom inn á og er framtíðar leikmaður í landsliðinu,“ sagði Þorsteinn.

Ísland vann leikinn 3-0 og einvígið samtals 5-0. Liðið verður því áfram í A-deild Þjóðadeildarinnar og er jafnframt í meiri möguleika á að komast á HM 2027.

Ítarlegt viðtal við hann er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arsenal skrifaði söguna í gær

Arsenal skrifaði söguna í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gerrard tekur að sér starf

Gerrard tekur að sér starf
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Slot opinberar hvað Van Dijk gerði eftir vonbrigðin í gær

Slot opinberar hvað Van Dijk gerði eftir vonbrigðin í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Viðtal í gær vekur athygli – Hjólaði í eigin leikmann og gaf í skyn að hann væri eigingjarn

Viðtal í gær vekur athygli – Hjólaði í eigin leikmann og gaf í skyn að hann væri eigingjarn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu
433Sport
Í gær

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Laugardalnum – Þrjár fá áttu

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Laugardalnum – Þrjár fá áttu
433Sport
Í gær

Stelpurnar okkar áfram í A-deild eftir ansi sannfærandi sigur

Stelpurnar okkar áfram í A-deild eftir ansi sannfærandi sigur