

Real Madrid eru sagt hafa sett Erling Haaland efstan á óskalista sinn ef félagið ákveður að selja Vinícius Júnior, en framherjinn norski virðist ekki hafa áhuga á að yfirgefa Manchester City.
Haaland, 25 ára, hefur verið ótrúlega markheppinn frá því hann kom til City frá Borussia Dortmund sumarið 2022 fyrir 51,2 milljónir punda.
Hann skrifaði undir fimm ára samning við félagið, sem síðar var framlengdur og gildir nú til ársins 2034.
Samkvæmt spænska miðlinum SPORT er Vinícius Júnior í deilum við Real um nýjan samning og gæti yfirgefið félagið ef ekki tekst að ná samkomulagi. Ef það gerist, hyggst Real selja Brasilíumanninn fyrir allt að 200 milljónir punda, fjármuni sem yrðu notaðir til að reyna að landa Haaland.
Þrátt fyrir áhuga spænska stórveldisins hefur Haaland ekki hug á að færa sig um set. „Ég hlakka til að eyða mörgum árum í Manchester,“ sagði hann. „
Tölurnar, tilfinningin og samtölin sem ég átti við fólkið hér sannfærðu mig um að þetta væri rétti staðurinn fyrir mig.“
Norðmaðurinn virðist því staðráðinn í að halda áfram að skora fyrir Pep Guardiola og Manchester City um ókomin ár.